mánudagur, febrúar 28, 2005
Fyrir áhugasama lesendur þessarar síðu skal hér með upplýst að okkur tókst að innbyrða Íslandsmeistaratitilinn í sveitarkeppninni á endasprettinum. Það var auðvitað bara gaman, en samt var meira gaman að spila með sínu gömlu og góðu sveitarfélögum aftur á ný.
laugardagur, febrúar 26, 2005
Annasöm vika og veikindi
Það hefur verið alveg brjálað að gera hjá mér i þessari viku.(Þess vegna gefist lítill tími til bloggs) Undirbúningurinn fyrir árshátíðina hjá krökkunum tók tímann sinn eins og gefur að skilja. Svo ég tali nú ekki um allt umstangið sem er í kringum svoleiðis. Þeir sem hafa stýrt 40 nemendum í lítilli leiksýningu vita alveg hvað ég er að meina. Við sýndum leik-og myndræna uppfærslu á ljóðinu Síðasta blómið eftir James Thurber. Þetta er ákaflega dramatískt verk sem höfundur skrifaði árið 1939 en manni finnst sem verkið gæti allt eins verið skrifað 1999. Í herbrölti heimsins hefur nefnilega lítið breyst. Mæli með þessari lesningu fyrir alla friðelskandi ljóðaunnendur.
,,Þú ert svo húsbóndaholl, verður ekki veik fyrr en eftir kennslu á föstudegi", sagði ritarinn upp í skóla þegar ég staulaðist inn til hennar klukkan hálf þrjú kríhvít og skjálfandi og sagðist vera að verða veik. ,, Láttu þér batna um helgina - sjáumst á mánudaginn!, sagði hún svo og brosti ljúfmannlega. Ég fór beint heim og undir sæng en það hafði lítið að segja þrátt fyrir töluvert magn af verkjatöflum og þess háttar. Í morgun þegar ég vaknaði gat ég varla kyngt vatni hvað þá meiru, svo ég haskaði mér upp á læknavakt. Eins gott, því að ég var komin með andstyggilega streptokokkasýkingu. Fékk pensillin og er öll að skríða saman. Var reyndar frekar rugluð í dag þegar ég var að spila á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni í brids, en það gekk samt alveg ágætlega. Erum núna í öðru sæti og eigum eftir að spila við efstu sveitina. Sjáum hvað setur á morgun.
,,Þú ert svo húsbóndaholl, verður ekki veik fyrr en eftir kennslu á föstudegi", sagði ritarinn upp í skóla þegar ég staulaðist inn til hennar klukkan hálf þrjú kríhvít og skjálfandi og sagðist vera að verða veik. ,, Láttu þér batna um helgina - sjáumst á mánudaginn!, sagði hún svo og brosti ljúfmannlega. Ég fór beint heim og undir sæng en það hafði lítið að segja þrátt fyrir töluvert magn af verkjatöflum og þess háttar. Í morgun þegar ég vaknaði gat ég varla kyngt vatni hvað þá meiru, svo ég haskaði mér upp á læknavakt. Eins gott, því að ég var komin með andstyggilega streptokokkasýkingu. Fékk pensillin og er öll að skríða saman. Var reyndar frekar rugluð í dag þegar ég var að spila á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni í brids, en það gekk samt alveg ágætlega. Erum núna í öðru sæti og eigum eftir að spila við efstu sveitina. Sjáum hvað setur á morgun.
sunnudagur, febrúar 20, 2005
Að spila út
Er búin að eyða lunganum af helginni niðri á Hótel Loftleiðum að horfa á Icelander open bridsmótið. Þó ég hafi ekki spilað mikið undanfarin ár þá finnst mér alltaf gaman að fara og kíkja á þetta mót. Í þetta sinn sóttu mótið fjölmargir erlendir bridsmeistarar, flestir frá Norðurlöndunum og Bandaríkjunum. Mig klæjar reyndar alltaf pínulítið í spilaputtana þegar horfi á en aldrei nógu mikið til þess að taka af skarið og byrja aftur að spila. Þetta "sport" er nefnilega glettilega tímafrekt og ef maður er í þessu af einhverri alvöru þá situr heimilið og börnin óhjákvæmilega á hakanum. Er ekki tilbúin í slíkt amk. ekki fyrr en þau verða orðin aðeins eldri. Ætla samt að spila með mömmsu og tveimur "gömlum" sveitarfélögum í Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni um næstu helgi. Það verður án efa fróðlegt.....og vonandi bara gaman.
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
Að fá "Aþenu" í kollinn
Grískir guðir og gyðjur var umfjöllunarefnið hjá stelpubekknum mínum í hinu æsispennandi þema um trú og list. Fjölskyldusaga og tengsl þessara guðlegu manna og kvenna eru náttúrulega engu lík og ekki nema von að einstaka spurning hrjóti í vantrú af vörum skynsamra stúlkna. "Ha, átti Póseidon sjávarguðinn, hestinn Pegasus með slöngunorninni Medúsu? Hvernig fór hann að því? ...Og hvað meinarðu með að segja að gyðjan Afródíta hafi stigið upp úr sjávarlöðrinu fegurri en allt sem fagurt var, eftir að risinn Krónos henti afskornum kynfærum föður síns í sjóinn?" (..og er von að þær spyrji? Þó þið sem allt vitið, hafi vitað þetta þá komu ungar saklausar stúlkur alveg af fjöllum varðandi þessi mál:-) En þetta var nú bara lítið brot af því sem við fjölluðum um en það sem kom mér mest á óvart var hversu áhugasamar þær voru og virkar í umræðunni, spurðu mikið og komu með flottar athugasemdir. Til að mynda þegar við ræddum um "fæðingu" Aþenu, þ.e. þegar hún stökk alsköpuð út úr höfði Seifs, þá sagði ein skýr: ,, Já, þetta er svona eins og hugmynd í höfðinu á manni. Hann hefur séð hana svona skýrt fyrir sér að hún varð bara til. Svona eins og hugmynd sem verður að veruleika." Segið svo að maður læri ekki eitthvað nýtt. Mér fannst þetta altjént ferlega flott skýring. Á morgun fer ég svo og kynni Grísku guðina og gyðjurnar fyrir strákunum og það verður spennandi að sjá hvort þeir verði jafn áhugasamir og stelpurnar voru í dag.
mánudagur, febrúar 14, 2005
Stelpuvika
Það er strákavika/stelpuvika hjá árgangum okkar þessa vikuna. Þess vegna fékk ég allar blómarósirnar til mín í dag og samstarfskvinnan mín alla blómálfana. Krakkarnir eru mjög spenntir enda alls óvön því að vera bara með sínu eigin kyni í tímum. Danskennarinn sagði að það hefðu verið afar virkir og öflugir strákar sem dönsuðu saman í danstímanum í dag og nú brá svo við að allir tóku þátt. Voru þessar hetjur þá kannski eftir allt saman feimnir við stelpurnar? "Við stelpurnar" byrjuðum á hugstormun um "Af hverju það er svo frábært að vera stelpa". Það voru alls kyns svör sem komu fram og ljóst að lítillætið þvælist ekkert fyrir þessum sjálfsöruggu stelpum. Stelpur voru m.a. að áliti þeirra sjálfra; skemmtilegar, gáfaðar, liðugar, hlýðnar, tískuguðir, stórskrýtnar, duglegar, fyndnar, blíðar og bara frábærar eins og þær eru. Strákarnir veltu þessum málum einnig fyrir sér í næstu stofu og örugglega fundið út margar skemmtilegar skýringar á því hvers vegna strákar séu svona frábærir....en það er spurning sem stelpurnar fá að velta fyrir sér síðar í vikunni. þetta er skemmtileg tilbreyting en ég er viss um að stelpurnar verða farnar að sakna strákanna þegar líða tekur á vikuna, og þeir þeirra...en hvort þau viðurkenni það er allt önnur saga.
föstudagur, febrúar 11, 2005
Draumur á Djamaíku
Talaði heillengi við Didduna á Jamaíku áðan. hún var búin að leigja sér flott einbýlishús upp í fjöllum og lifði þarna bara eins og blóm í eggi. Leigumarkaðurinn greinilega einhvern veginn öðruvísi þarna á þessari eyju heldur en okkar. Fyrir þetta fína hús, með stórri og fallegri lóð þar sem þú getur týnt ávexti eins og banana og appelsínur af trjánum, borgar hún heilar 25.000 krónur íslenskar fyrir á mánuði. Það er auðvitað sól og svækja þarna en þar sem þetta er upp í fjöllum er andvari á kvöldin og hægt að sofa með teppi á nóttunni. Fólkið er vingjarnlegt og allir virðast þekkja alla. Þeim hefur verið ákaflega vel tekið og farin að kynnast mörgu fólki. Krumminn með sína fallegu dredlokka vekur verðskuldaða athygli, en ekki vegna þass að hann sker sig út úr, heldur bara vegna þess hvað hann er flottur. Samt sagði hún að sér fyndist þessi eyja,( sem í fljótu bragði virðist ekkert lík okkar ástkæra Fróni), vera furðu lík Íslandi á margan hátt. Held hún hafi verið að meina fólkið og þennan sérstaka eyjakúltúr sem einkenndi okkur áður fyrr. Allavegana... þá segir hún að þetta sé algjör draumur í dós:-) ..og að fólk ætti að íhuga vel hvers það óskaði sér lífinu- það gæti nefnilega orðið að veruleika....þetta hefði alltaf verið draumurinn sinn og nú hefði sá draumur ræst.
Urður Edda draumaprinsessa á afmæli í dag.....og það er ekkert smá afmæli- því það er hvorki meira né minna en numero UNO. Einhvern tímann verður allt fyrst og líka afmælið. Til lukku litla krúttipútt.
Urður Edda draumaprinsessa á afmæli í dag.....og það er ekkert smá afmæli- því það er hvorki meira né minna en numero UNO. Einhvern tímann verður allt fyrst og líka afmælið. Til lukku litla krúttipútt.
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Skerí
Bolludagur búinn og sprengidagur sprunginn....Börnin mín, þ.e. nemendur mínir voru vel sykraðir í gær og áttu ekkert sérlega auðvelt með að vinna á lægri nótunum eftir bolluát dagsins (og örugglega helgarinnar líka). Ekki bætti úr skák að til stóð að halda bolludagsball fyrir 3. - 5. bekk um kvöldið og ætluðu sumir alls ekki að láta sig vanta á það. Ballið átti að byrja klukkan hálf sex en þegar ég var á leiðinni heim klukkan korter í fimm, mætti ég nokkrum hressum í ganginum. Talandi um að missa ekki af neinu.
Í dag voru síðan foreldraviðtöl. Alltaf ánægjulegur dagur. Seinni partinn fórum við mæðginin og keyptum öskudagsbúning á þennan 7 ára. Hann vildi vera einhver skelfileg fígúra og tókst að sjálfsögðu að finna búning við hæfi. (sjá mynd) Ég, aftur á móti ætla að mæta í "furðufötum" á morgun í öskudagstjúttið hjá okkur. (Furðuföt eru föt sem einu sinni þóttu dáldið töff en eru það ekki lengur). Svo er það námstefnan skóli á nýrri öld síðar um daginn. Það er spurning um að reyna að komast heim í millitíðinni til að skipta um gerfi, eða bara vera svolítið furðulegri en maður er annars dags daglega - ef það er nú hægt.
Í dag voru síðan foreldraviðtöl. Alltaf ánægjulegur dagur. Seinni partinn fórum við mæðginin og keyptum öskudagsbúning á þennan 7 ára. Hann vildi vera einhver skelfileg fígúra og tókst að sjálfsögðu að finna búning við hæfi. (sjá mynd) Ég, aftur á móti ætla að mæta í "furðufötum" á morgun í öskudagstjúttið hjá okkur. (Furðuföt eru föt sem einu sinni þóttu dáldið töff en eru það ekki lengur). Svo er það námstefnan skóli á nýrri öld síðar um daginn. Það er spurning um að reyna að komast heim í millitíðinni til að skipta um gerfi, eða bara vera svolítið furðulegri en maður er annars dags daglega - ef það er nú hægt.
sunnudagur, febrúar 06, 2005
Í keilu og kalkún
Ægilega fjölskylduvæn helgi að baki. Skruppum í gær í keilu með stórfjölskyldunni tengdómegin. Eins og við var að búast sigraði hin löglærða keiluglaða mágkona mín í samanlagðri stigakeppninni en yngri unglingurinn náði samt besta skorinu úr einum leik. Tengdapabbi sýndi mestu framfarirnar á milli móta og sá sjö ára var sæll með hverja keilu sem hann náði að fella. Ég náði að skora yfir 100 stig í öðrum leiknum en heimasætan náði að skora yfir 100 í báðum, það gerði reyndar eiginmaður lögfræðingsins líka. Hin mágkona mín skrapp "heim" í miðjum leik til að kveikja undir kalkúninum og kom tvíelfd til baka og fór loksins að skora. Heimasæturnar úr Hafnarfirðinum sýndu glæsileg tiþrif og tengdamamma lét sitt ekki eftir liggja. Allir skemmtu sér allavegana vel og ekki spillti kalkúnaátið á eftir fyrir gleðinni. Enduðum svo með að spila Popppunkt og Gettu betur. Ákaflega vel heppnað og skemmtilegt.
Hann Kalli okkar á afmæli í dag. Afmælisbarnið er statt í útlöndum ásamt mömmsu. Sendum honum afmæliskeveðjur, knús og kossa.
Hann Kalli okkar á afmæli í dag. Afmælisbarnið er statt í útlöndum ásamt mömmsu. Sendum honum afmæliskeveðjur, knús og kossa.
föstudagur, febrúar 04, 2005
:-)
Samræmdu prófin búin! Mikið lifandi skelfingar ósköp er ég ánægð. Kláraði líka að ganga frá miðannareinkunnunum og fara yfir megnið af heimavinnunni sem hefur svolítið setið á hakanum vegna mikilla anna í vikunni. Næsta vika er undirlögð af þeim bolludagsbræðrum, sprengi og öskudegi. Verð að fara á stjá með þeim 7 ára og leita að beinagrindarbúningi og svo þarf ég líka að finna eitthvað á mig, því við verðum auðvitað að vera furðufötuð með nemendum á öskudaginn. Á morgun er svo keiludagur familíunnar. Eigum að vísu lítínn séns í lögræðinginn og hennar lið...en hver veit - nú er allavega kominn tími á að dusta af gömlu og til langs tíma, lítt nýttu keppnisskapi.
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Jákvætt sjálfsmat
Búin að vera alveg ótrúlega "bissí" undanfarna daga. Nóg að gera í kennslunni að venju og gær fór ég líka á stærðfræðinámskeið eftir vinnu. Það var bara gaman. Eftir vinnu í dag hélt ég svo fyrirlestur um einstaklingsmiðað nám fyrir kennara Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Mér hafði verið úthlutað einum og hálfum klukkutíma til að tala um skipulagið okkar í Borgaskóla og sannast að segja var ég ekki alveg viss um mér tækist það. Er vön að fá aðeins 30 mínútur til þess að tala um þetta efni. En þegar upp var staðið tókst þetta bara virkilega vel enda áheyrendur bæði áhugasamir og skemmtilegir.
Sá sjö ára tók pabba sinn með í foreldraviðtal í dag. Hann hafði fengið gátlista með sér heim þar sem hann átti að merkja við ýmis atriði. Listinn var samviskusamlega fylltur út hér við borðstofuborðið. "Hlustaði hann ávallt með athygli á fyrirmæli kennarans?" - "Já, alltaf" svaraði sá stutti. "Rétti hann alltaf upp hönd þega hann vantaði aðstoð?" - Jú, ekki kannaðast hann við annað. "Hlustaði hann hljóður á bekkjarfélagana segja frá?" Auðvitað svaraði hann þessu líka jákvætt sem og öðru sem á listanum var. Sagðist með englasvip alltaf vera duglegur í skólanum af því að honum þætti svo gaman að læra. En þegar listinn hans var svo borinn saman við lista kennarans voru þeir ekki alveg samhljóða. Jú víst var hann áhugasamur og vann vel, en hún kannaðist ekkert við þennan hljóða og eftirtektasama dreng sem biðið þolinmóður með hönd á lofti eftir aðstoð. Svo hafði hún að orði að hann þyldi illa að tapa í leikjum.....surprise, surprise. Þessu myndi náttúrulega enginn trúa sem þekkti foreldra hans :-) En hann fékk samt þessar fínu einkunnir og þá umsögn að hann væri ætíð kurteis og vingjarnlegur við aðra og bara jákvæður og geðgóður nemandi í alla staði. Við vorum bara sátt....þrátt fyrir annálað keppnisskap.
Sá sjö ára tók pabba sinn með í foreldraviðtal í dag. Hann hafði fengið gátlista með sér heim þar sem hann átti að merkja við ýmis atriði. Listinn var samviskusamlega fylltur út hér við borðstofuborðið. "Hlustaði hann ávallt með athygli á fyrirmæli kennarans?" - "Já, alltaf" svaraði sá stutti. "Rétti hann alltaf upp hönd þega hann vantaði aðstoð?" - Jú, ekki kannaðast hann við annað. "Hlustaði hann hljóður á bekkjarfélagana segja frá?" Auðvitað svaraði hann þessu líka jákvætt sem og öðru sem á listanum var. Sagðist með englasvip alltaf vera duglegur í skólanum af því að honum þætti svo gaman að læra. En þegar listinn hans var svo borinn saman við lista kennarans voru þeir ekki alveg samhljóða. Jú víst var hann áhugasamur og vann vel, en hún kannaðist ekkert við þennan hljóða og eftirtektasama dreng sem biðið þolinmóður með hönd á lofti eftir aðstoð. Svo hafði hún að orði að hann þyldi illa að tapa í leikjum.....surprise, surprise. Þessu myndi náttúrulega enginn trúa sem þekkti foreldra hans :-) En hann fékk samt þessar fínu einkunnir og þá umsögn að hann væri ætíð kurteis og vingjarnlegur við aðra og bara jákvæður og geðgóður nemandi í alla staði. Við vorum bara sátt....þrátt fyrir annálað keppnisskap.



