þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Jákvætt sjálfsmat

Búin að vera alveg ótrúlega "bissí" undanfarna daga. Nóg að gera í kennslunni að venju og gær fór ég líka á stærðfræðinámskeið eftir vinnu. Það var bara gaman. Eftir vinnu í dag hélt ég svo fyrirlestur um einstaklingsmiðað nám fyrir kennara Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla. Mér hafði verið úthlutað einum og hálfum klukkutíma til að tala um skipulagið okkar í Borgaskóla og sannast að segja var ég ekki alveg viss um mér tækist það. Er vön að fá aðeins 30 mínútur til þess að tala um þetta efni. En þegar upp var staðið tókst þetta bara virkilega vel enda áheyrendur bæði áhugasamir og skemmtilegir.
Sá sjö ára tók pabba sinn með í foreldraviðtal í dag. Hann hafði fengið gátlista með sér heim þar sem hann átti að merkja við ýmis atriði. Listinn var samviskusamlega fylltur út hér við borðstofuborðið. "Hlustaði hann ávallt með athygli á fyrirmæli kennarans?" - "Já, alltaf" svaraði sá stutti. "Rétti hann alltaf upp hönd þega hann vantaði aðstoð?" - Jú, ekki kannaðast hann við annað. "Hlustaði hann hljóður á bekkjarfélagana segja frá?" Auðvitað svaraði hann þessu líka jákvætt sem og öðru sem á listanum var. Sagðist með englasvip alltaf vera duglegur í skólanum af því að honum þætti svo gaman að læra. En þegar listinn hans var svo borinn saman við lista kennarans voru þeir ekki alveg samhljóða. Jú víst var hann áhugasamur og vann vel, en hún kannaðist ekkert við þennan hljóða og eftirtektasama dreng sem biðið þolinmóður með hönd á lofti eftir aðstoð. Svo hafði hún að orði að hann þyldi illa að tapa í leikjum.....surprise, surprise. Þessu myndi náttúrulega enginn trúa sem þekkti foreldra hans :-) En hann fékk samt þessar fínu einkunnir og þá umsögn að hann væri ætíð kurteis og vingjarnlegur við aðra og bara jákvæður og geðgóður nemandi í alla staði. Við vorum bara sátt....þrátt fyrir annálað keppnisskap.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, foreldrarnir hafa ekki verið þekktir fyrir neitt annað en MIKIÐ keppnisskap sem vonandi verður til staðar næstkomandi laugardag ;-)

Fínasta umsögn sem frændi fékk.

kv.
ADH

3. febrúar 2005 kl. 19:30  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert sverð, skjöldur og sómi Borgaskóla.
Heldur þú að það hafi eitthvað með keppnisskap að gera??
ÁÍ

3. febrúar 2005 kl. 22:06  

Skrifa ummæli

<< Home