föstudagur, febrúar 11, 2005

Draumur á Djamaíku

Talaði heillengi við Didduna á Jamaíku áðan. hún var búin að leigja sér flott einbýlishús upp í fjöllum og lifði þarna bara eins og blóm í eggi. Leigumarkaðurinn greinilega einhvern veginn öðruvísi þarna á þessari eyju heldur en okkar. Fyrir þetta fína hús, með stórri og fallegri lóð þar sem þú getur týnt ávexti eins og banana og appelsínur af trjánum, borgar hún heilar 25.000 krónur íslenskar fyrir á mánuði. Það er auðvitað sól og svækja þarna en þar sem þetta er upp í fjöllum er andvari á kvöldin og hægt að sofa með teppi á nóttunni. Fólkið er vingjarnlegt og allir virðast þekkja alla. Þeim hefur verið ákaflega vel tekið og farin að kynnast mörgu fólki. Krumminn með sína fallegu dredlokka vekur verðskuldaða athygli, en ekki vegna þass að hann sker sig út úr, heldur bara vegna þess hvað hann er flottur. Samt sagði hún að sér fyndist þessi eyja,( sem í fljótu bragði virðist ekkert lík okkar ástkæra Fróni), vera furðu lík Íslandi á margan hátt. Held hún hafi verið að meina fólkið og þennan sérstaka eyjakúltúr sem einkenndi okkur áður fyrr. Allavegana... þá segir hún að þetta sé algjör draumur í dós:-) ..og að fólk ætti að íhuga vel hvers það óskaði sér lífinu- það gæti nefnilega orðið að veruleika....þetta hefði alltaf verið draumurinn sinn og nú hefði sá draumur ræst.

Urður Edda draumaprinsessa á afmæli í dag.....og það er ekkert smá afmæli- því það er hvorki meira né minna en numero UNO. Einhvern tímann verður allt fyrst og líka afmælið. Til lukku litla krúttipútt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home