föstudagur, febrúar 04, 2005

:-)

Samræmdu prófin búin! Mikið lifandi skelfingar ósköp er ég ánægð. Kláraði líka að ganga frá miðannareinkunnunum og fara yfir megnið af heimavinnunni sem hefur svolítið setið á hakanum vegna mikilla anna í vikunni. Næsta vika er undirlögð af þeim bolludagsbræðrum, sprengi og öskudegi. Verð að fara á stjá með þeim 7 ára og leita að beinagrindarbúningi og svo þarf ég líka að finna eitthvað á mig, því við verðum auðvitað að vera furðufötuð með nemendum á öskudaginn. Á morgun er svo keiludagur familíunnar. Eigum að vísu lítínn séns í lögræðinginn og hennar lið...en hver veit - nú er allavega kominn tími á að dusta af gömlu og til langs tíma, lítt nýttu keppnisskapi.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home