Annasöm vika og veikindi
Það hefur verið alveg brjálað að gera hjá mér i þessari viku.(Þess vegna gefist lítill tími til bloggs) Undirbúningurinn fyrir árshátíðina hjá krökkunum tók tímann sinn eins og gefur að skilja. Svo ég tali nú ekki um allt umstangið sem er í kringum svoleiðis. Þeir sem hafa stýrt 40 nemendum í lítilli leiksýningu vita alveg hvað ég er að meina. Við sýndum leik-og myndræna uppfærslu á ljóðinu Síðasta blómið eftir James Thurber. Þetta er ákaflega dramatískt verk sem höfundur skrifaði árið 1939 en manni finnst sem verkið gæti allt eins verið skrifað 1999. Í herbrölti heimsins hefur nefnilega lítið breyst. Mæli með þessari lesningu fyrir alla friðelskandi ljóðaunnendur.
,,Þú ert svo húsbóndaholl, verður ekki veik fyrr en eftir kennslu á föstudegi", sagði ritarinn upp í skóla þegar ég staulaðist inn til hennar klukkan hálf þrjú kríhvít og skjálfandi og sagðist vera að verða veik. ,, Láttu þér batna um helgina - sjáumst á mánudaginn!, sagði hún svo og brosti ljúfmannlega. Ég fór beint heim og undir sæng en það hafði lítið að segja þrátt fyrir töluvert magn af verkjatöflum og þess háttar. Í morgun þegar ég vaknaði gat ég varla kyngt vatni hvað þá meiru, svo ég haskaði mér upp á læknavakt. Eins gott, því að ég var komin með andstyggilega streptokokkasýkingu. Fékk pensillin og er öll að skríða saman. Var reyndar frekar rugluð í dag þegar ég var að spila á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni í brids, en það gekk samt alveg ágætlega. Erum núna í öðru sæti og eigum eftir að spila við efstu sveitina. Sjáum hvað setur á morgun.
,,Þú ert svo húsbóndaholl, verður ekki veik fyrr en eftir kennslu á föstudegi", sagði ritarinn upp í skóla þegar ég staulaðist inn til hennar klukkan hálf þrjú kríhvít og skjálfandi og sagðist vera að verða veik. ,, Láttu þér batna um helgina - sjáumst á mánudaginn!, sagði hún svo og brosti ljúfmannlega. Ég fór beint heim og undir sæng en það hafði lítið að segja þrátt fyrir töluvert magn af verkjatöflum og þess háttar. Í morgun þegar ég vaknaði gat ég varla kyngt vatni hvað þá meiru, svo ég haskaði mér upp á læknavakt. Eins gott, því að ég var komin með andstyggilega streptokokkasýkingu. Fékk pensillin og er öll að skríða saman. Var reyndar frekar rugluð í dag þegar ég var að spila á Íslandsmóti kvenna í sveitakeppni í brids, en það gekk samt alveg ágætlega. Erum núna í öðru sæti og eigum eftir að spila við efstu sveitina. Sjáum hvað setur á morgun.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home