Skerí
Bolludagur búinn og sprengidagur sprunginn....Börnin mín, þ.e. nemendur mínir voru vel sykraðir í gær og áttu ekkert sérlega auðvelt með að vinna á lægri nótunum eftir bolluát dagsins (og örugglega helgarinnar líka). Ekki bætti úr skák að til stóð að halda bolludagsball fyrir 3. - 5. bekk um kvöldið og ætluðu sumir alls ekki að láta sig vanta á það. Ballið átti að byrja klukkan hálf sex en þegar ég var á leiðinni heim klukkan korter í fimm, mætti ég nokkrum hressum í ganginum. Talandi um að missa ekki af neinu.
Í dag voru síðan foreldraviðtöl. Alltaf ánægjulegur dagur. Seinni partinn fórum við mæðginin og keyptum öskudagsbúning á þennan 7 ára. Hann vildi vera einhver skelfileg fígúra og tókst að sjálfsögðu að finna búning við hæfi. (sjá mynd) Ég, aftur á móti ætla að mæta í "furðufötum" á morgun í öskudagstjúttið hjá okkur. (Furðuföt eru föt sem einu sinni þóttu dáldið töff en eru það ekki lengur). Svo er það námstefnan skóli á nýrri öld síðar um daginn. Það er spurning um að reyna að komast heim í millitíðinni til að skipta um gerfi, eða bara vera svolítið furðulegri en maður er annars dags daglega - ef það er nú hægt.
Í dag voru síðan foreldraviðtöl. Alltaf ánægjulegur dagur. Seinni partinn fórum við mæðginin og keyptum öskudagsbúning á þennan 7 ára. Hann vildi vera einhver skelfileg fígúra og tókst að sjálfsögðu að finna búning við hæfi. (sjá mynd) Ég, aftur á móti ætla að mæta í "furðufötum" á morgun í öskudagstjúttið hjá okkur. (Furðuföt eru föt sem einu sinni þóttu dáldið töff en eru það ekki lengur). Svo er það námstefnan skóli á nýrri öld síðar um daginn. Það er spurning um að reyna að komast heim í millitíðinni til að skipta um gerfi, eða bara vera svolítið furðulegri en maður er annars dags daglega - ef það er nú hægt.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home