laugardagur, júní 16, 2007

Jésús minn...ætli nokkur lesi þetta?


Ákvað að reyna að grafa upp lykilorðið mitt að þessari rykföllnu síðu. Tókst það og nú ætla ég að reyna að halda þessari síðu eitthvað á floti í sumar. Búið að vera annasamur vetur hjá mér með 24 fjörug og frísk 7 ára börn og nú loksins sé ég fram á rólegri tíð. Er að vísu að undirbúa afmæli hjá mínum yngsta á morgun. Hann fyllir sinn fyrsta tug og hér verður fullt hús af skemmtilegum ættingjum og vinum. Svo er meiningin að skella sér á landsleikinn, Ísland - Serbía. Á 17. júní í fyrra fórum við á einn skemmtilegasta handboltaleik sem ég hef séð og vonandi verður leikurinn á morgun jafn gifturíkur. Áfram Ísland!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ frænka
Ég kíki alltaf reglulega inn til þín.Nú er ekkert annað að gera en að herða sig upp í blogginu kona góð !!!
Knús til litla(stóra´)frænda í tilefni dagsins.
Kveðja að austan
Íris Mjöll

19. júní 2007 kl. 11:49  

Skrifa ummæli

<< Home