Nöldur og nagg
Skrítið....hvað tíminn líður hratt. Fannst ég bara hafa verið að skrifa fyrir nokkrum dögum en komst þá að því að það eru 2 vikur síðan?! Það hefur sannalega verið í nógu að snúast með litlu 6 ára pjakkana mína og allt sem þeim fylgir. Er svo útkeyrð þegar ég kem heim úr vinnunni að mér dettur ekki í hug að gera neitt annað en að dinglast heima hjá mér, sinna börnunum mínum og glápa svolítið á sjónvarpið. Las samt einhvers staðar á öldum netvakans að það væri alls ekki eins erfitt að kenna litlu krökkunum og þeim stærri af því að það væri svo lítil heimavinna. Right!? Sá sem skrifar svona hefur greinilega aldrei kennt þessum aldri og hefur lítinn skilning á umfangi kennslu og því sem henni fylgir. Æ...ég ætla að hætta þessu nöldri. Yfir og út...

2 Comments:
Það er alveg merkilegt hvað allir hafa mikið vit á okkar starfi og hvað þjóðfélaginu finnst sjálfsagt að allir tjái sig og viti allt um það.
Ég var í mínu fyrsta verkfalli í fyrra og varð miður mín yfir því hvernig um okkar var talað og engum þótti það athugavert. Sæi það í anda ef það væri komið svona fram við aðrar stéttir.
Eins og talað út úr mínu hjarta. Samt finnst mér það enn sorglegra hvað yfirvöld menntamála virðast hafa litla þekkingu á stafsumhverfi og álagi sem stéttin býr við. Á tyllidögum er talað um mikilvægi menntunar en það má ekkrt borga þaim sem sjá eiga um uppfræðsluna. ,,Þetta er svo gefandi starf" á bara að vera nægur bónus.
Skrifa ummæli
<< Home