fimmtudagur, október 20, 2005

Einstaklega stelpumiðað nám

Las grein eftir Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur um daginn í Morgunblaði allra landsmanna. Ég gat ekki betur séð en að hún hefði þar áhyggjur af því að einstaklingsmiðað nám væri of stelpumiðað. Úr orðum hennar mátti lesa að stelpur legðu sig meira fram í námi og uppskæru því betri einkunnir (nema hvað..) og með einstaklingsmiðuðu námi þar sem eigin ábyrgð nemenda er meiri, myndi þessi munur aukast þar sem strákar myndu alltaf velja sér lágmarks vinnuframlag. Nú hef ég allnokkra reynslu af því að vinna út frá þessum hugmyndum um einstaklingsmiðað nám og þetta er alls ekki mín reynsla. Þvert á móti. Það er mun líklega að nemandi sem öllu jafna er neikvæður og vinnulatur vinni meira og betur finnist honum hann hafa haft eitthvað um námið að segja. Hvort sem um stelpu eða strák er að ræða.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home