þriðjudagur, júní 19, 2007

Bleikur dagur-bleikt nef


Kvennadagurinn í dag - og auðvitað skín sólin, enda "kvenna" stærst, heitust og feitust:-) Fór með snáðann í morgun og pantaði fyrir hann nýtt vegabréf. Ætla nefnilega að taka hann með mér til Svíþjóðar eftir hálfan mánuð og þá er betra að vera með passa. Svo skruppum við í sund. Þar hitti ég eina stöllu mína úr kennarastéttinni og það þýddi 2 klukkutíma spjall í heita pottinum og bleikt nef. Kisinn minn hann Skuggi er allur að braggast eftir að hafa sitgið á eitthvað oddhvasst sem stakkst á milli "tánna" á honum í síðustu viku og myndaði mikla bólgu og sýkingu. Hann hefur skakklappast um á 3 fótum undanfarið en sýnt fádæma snilld í hreyfingum þrátt fyrir augljósa örorku. Svo hefur hann fengið bólgueyðandi töflur tvisvar á dag í 5 daga. Töflur sem við smyglum ofan í hann með túnfiski.
Leikurinn á sautjándanum var æsispennandi og lauk eins og um var beðið, með nægilega stórum sigri okkar manna. Nú erum við komin inn á 9. stórmótið í röð í handboltanum og það er sko ekki lítið afrek hjá ekki stærri þjóð. Næst ætlum við að mæta á Laugardalsvöllinn á fimmtudaginn og styðja íslensku fótboltastelpurnar til sigurs gegn Serbíu (Serpíum)- þær eiga það svo sannalega skilið eftir að hafa gert lítið ú þessum frönsku um daginn. Áfram stelpur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home