laugardagur, september 24, 2005

frh. af rykið dustað af..

Grafarvogsdagurinn: Þegar heim var fór ég strax á fund hjá menningarmálanefnd Grafarvogs vegna Grafarvogsdagsins. Ég, Kristín og Sóley höfðum verið valdar í nefnd á vegnum skólans til að taka þátt í og undirbúa þennan dag þar sem skólinn okkar var viðtökuskóli Grafarvogsdagsins 2005. Það er skemmst frá því að segja að þessar 4 síðustu vikur sem við höfðum til undirbúnings fyrir þennan dag einkenndust af mikilli vinnu og enn meira stressi en þegar stóri dagurinn rann upp gekk allt eins og í sögu...og allir bara kátir (þó ekki hefði tekist að setja heimsmet í svippi eins og til stóð).

Skólinn. Ég byrjaði auðvitað að kenna eins og allir aðrir kennarar í ágúst. Í ár hef ég 14 falleg og fyndin sex ára börn undir mínum verndarvæng. Eg er líka komin með nýja fallega og fyndna samstarfskonu, sem var reyndar dáldið skrýtið fyrst þar sem ég hef verið í sama teyminu undanfarin 5 ár með henni Eydísi minni. En hún (Eydís, sko..) fór á Varmaland...og sér örugglega eftir því:-) (þori að veðja að hún saknar okkar óendanlega) Veturinn hefur sem sagt farið mjög vel af stað og mér lýst sérlega vel á árganginn okkar í heild.

Líkamsræktin. Hef því miður ekki verið neitt svakalega dugleg að sportast síðan ég byrjaði að kenna aftur....en fer þó 2-3x í viku og hef meira segja náð að komast í yoga-tima. Það var æði. Ætla aftur fljótlega.

Nú er næstum akkúrat ár síðan ég byrjaði að blogga. Það var í upphafi hins alræmda kennaraverkfalls. Það endaði eins og mönnum (og konum) er enn í fersku minni á skelfilegan hátt, þar sem okkur voru settir afarkostir og látin velja á milli þeirra. Allt þetta brölt skilaði okkur litlu og eru kennarar enn í dag að borga brúsann vegna verkfallsins.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home