sunnudagur, febrúar 06, 2005

Í keilu og kalkún

Ægilega fjölskylduvæn helgi að baki. Skruppum í gær í keilu með stórfjölskyldunni tengdómegin. Eins og við var að búast sigraði hin löglærða keiluglaða mágkona mín í samanlagðri stigakeppninni en yngri unglingurinn náði samt besta skorinu úr einum leik. Tengdapabbi sýndi mestu framfarirnar á milli móta og sá sjö ára var sæll með hverja keilu sem hann náði að fella. Ég náði að skora yfir 100 stig í öðrum leiknum en heimasætan náði að skora yfir 100 í báðum, það gerði reyndar eiginmaður lögfræðingsins líka. Hin mágkona mín skrapp "heim" í miðjum leik til að kveikja undir kalkúninum og kom tvíelfd til baka og fór loksins að skora. Heimasæturnar úr Hafnarfirðinum sýndu glæsileg tiþrif og tengdamamma lét sitt ekki eftir liggja. Allir skemmtu sér allavegana vel og ekki spillti kalkúnaátið á eftir fyrir gleðinni. Enduðum svo með að spila Popppunkt og Gettu betur. Ákaflega vel heppnað og skemmtilegt.

Hann Kalli okkar á afmæli í dag. Afmælisbarnið er statt í útlöndum ásamt mömmsu. Sendum honum afmæliskeveðjur, knús og kossa.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jebb mágkona góð þetta var heldur betur fjölskylduvænt og skemmtilegt ;-) Takk fyrir mikla og góða skemmtun.

kv.
ADH

7. febrúar 2005 kl. 20:25  

Skrifa ummæli

<< Home