fimmtudagur, janúar 13, 2005

Allt er vænt sem vel er.....

Tengdapabbi átti afmæli í gær. Skruppum í afmælismat til hans. Það var ákaflega notalegt. Fengum hangikjet og allt tilheyrandi með því. Þegar við komum heim settist ég niður og fór yfir töluvert af heimavinnu nemenda. Sá 7 ára átti eftir að ljúka við söguna sína og settist hjá mér. Yngri unglingurinn þurfti líka að stúdera sögu svo hann tyllti sér hjá okkur. Heimasætan sem átti eftir að læra undir eðlisfræðipróf og slóst svo í hópinn við stofuborðið. Þessi sjón var svo fögur að kallinn minn þurfti að hafa orð á því og sagði að nú vantaði bara eldri unglinginn til þess að fullkomna verkið. En þá þyrfti hann auðvitað að taka mynd af fyrirbrigðinu því annars myndi enginn trúa honum.

Meira af afmælum, hún Eyja amma mín hefði orðið 87 ára í dag ef hún væri enn á lífi. Sendi henni knús og koss í huganu...og á þráðum netsins. Kannski er það tilviljun en þessi tvö, amma og tengdapabbi eru án efa gallhörðustu Framsóknarmenn sem ég hef nokkru sinni þekkt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home