Púsl
Hef verið á kafi í púsli. Ég og sá sjö ára fengum okkur 1000 stykkja púsluspil og höfum verið að dunda okkur vð að raða því saman hér á stofuborðinu. Það er alveg ótrúlegt hversu róandi áhrif svona dund getur haft á mann. Sleit mig frá spilinu í smástund í morgun til þess að fara með heimasætunni í messu og fermingarundirbúningsfund í kirkjunni. Að öðru leyti hef ég haldið mig að mestu leyti heima fyrir - enda býður veðrið ekki upp á neitt annað og búið til ævintýralega mynd, bit bæ bit með mikilli þolinmæði og litgreiningu.
Annars byrjaði ég helgina á því að fara í Fímervu - saumó á föstudagskvöldið. Við stöllurnar úr ÍKÍ sem útskrifuðumst frá Laugarvatni 1986 höfum haldið hópinn síðan þá og hist einu sinni í mánuði hjá hvor annarri. Þetta eru alltaf skemmtilegir "fundir" og margt spjallað. Að þessu sinni var okkur ofarlega í huga þessi skilnaða og framhjáhaldabylgja sem virðist ganga yfir okkar aldurshóp. Fiðringurinn grái virðist einkum hrjá fertuga karlmennina og mikið um hræringar í samböndum. Svo virðist sem fólk á okkar aldri (búið að koma sér vel fyrir, börnin farin að stálpast osfrv.) vakni allt í einu upp við vondan draum og finnst það hafa misst af einhverju í lífinu, eigi eftir að lifa alvöru lífi eða finnst það eigi skilið eitthvað meira. Kannski er það þessi krafa um að þú eigir að vera svo ofsalega hamingjusamur sem er að naga fólk. En hvað veit ég....
Samdi einu sinni texta við lag sem maðurinn minn gerði, sem hafði þetta viðlag:
Annars byrjaði ég helgina á því að fara í Fímervu - saumó á föstudagskvöldið. Við stöllurnar úr ÍKÍ sem útskrifuðumst frá Laugarvatni 1986 höfum haldið hópinn síðan þá og hist einu sinni í mánuði hjá hvor annarri. Þetta eru alltaf skemmtilegir "fundir" og margt spjallað. Að þessu sinni var okkur ofarlega í huga þessi skilnaða og framhjáhaldabylgja sem virðist ganga yfir okkar aldurshóp. Fiðringurinn grái virðist einkum hrjá fertuga karlmennina og mikið um hræringar í samböndum. Svo virðist sem fólk á okkar aldri (búið að koma sér vel fyrir, börnin farin að stálpast osfrv.) vakni allt í einu upp við vondan draum og finnst það hafa misst af einhverju í lífinu, eigi eftir að lifa alvöru lífi eða finnst það eigi skilið eitthvað meira. Kannski er það þessi krafa um að þú eigir að vera svo ofsalega hamingjusamur sem er að naga fólk. En hvað veit ég....
Samdi einu sinni texta við lag sem maðurinn minn gerði, sem hafði þetta viðlag:
Hamingjan er huldumey
fæstir hana sjá.
Hamingjan er hulin þér
fyrr en eftir á.
Held að fólk sjái oft eftir á, að grasið hinum megin er ekki alltaf ( reyndar sjaldnast) grænna.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home