Sundsími
Heimasætan var að keppa í handbolta í dag. Kannski ekki í frásögur færandi, en þar sem hún var að keppa í eldri aldursflokki var nokkur stærðar (og þyngdar) munur á henni og hinum stelpunum, munur sem var henni alls ekki hagstæður. Nú til að gera langa sögu styttri þá gripu andstæðingarnir til þess ráðs að beita mjög svo bolalegum brögðum til að stöðva hana. Þær hrintu henni, toguðu í hana og hengu í treyjunni hennar og það sem meira er þá fengu þær að gera þetta tiltölulega átölulítið. Að endingum tókst einni þeirra að ná góðu höfuðhöggsbragði sem kostaði það að heimasætan varð að vera utan vallar með ís við hnakkann í 20 mínútur. Hún var ekki hress og það var ég ekki heldur. Finnst nefnilega alltof mikil harka leyfð í yngri flokkunum. Það sem verra er þó að þessir ungu leikmenn eru beinlínis hvattir (bæði að þjálfurum og foreldrum) til að sýna hörku og ósvífni í leik sínum. Gæti alveg trúað að margir efnilegir leikmenn hrökklist úr íþróttinni vegna þessa.
Og eins og það væri ekki nóg fyrir dömuna að meiða sig þá tókst móður hennar síðar um daginn að setja heittelskaða gsm- símann hennar í þvott með íþróttadótinu hennar og líklega eyðileggja hann. Símar eiga að þola svoleiðis sundferðir - finnst mér. Hef samt grun um að þessi hafi ekki gert það. Sem sagt- ekki góður dagur - alls ekki.
Skrapp í gær í nýju sundhöllina okkar í Laugardalnum til þess að horfa á alþjóðamót Ægis. En aðallega fór ég til að sjá laugina og fylgjast með Theresu Alshammer stinga sér til sunds. Þetta var hin besta skemmtun. Laugin er algjört æði og ég ætla alveg örugglega að skella mér þangað einn daginn og svamla svolítið. Ekki sveik það heldur að berja sunddrottninguna augum og sjá gamla "nemendur" láta ljós sitt skína á sundbrautunum. Það var sannalega tími til kominn að íslenskt keppnissundfólk fengi almennilega aðstöðu til æfinga og keppni. Og nú er hún komin.
Og eins og það væri ekki nóg fyrir dömuna að meiða sig þá tókst móður hennar síðar um daginn að setja heittelskaða gsm- símann hennar í þvott með íþróttadótinu hennar og líklega eyðileggja hann. Símar eiga að þola svoleiðis sundferðir - finnst mér. Hef samt grun um að þessi hafi ekki gert það. Sem sagt- ekki góður dagur - alls ekki.
Skrapp í gær í nýju sundhöllina okkar í Laugardalnum til þess að horfa á alþjóðamót Ægis. En aðallega fór ég til að sjá laugina og fylgjast með Theresu Alshammer stinga sér til sunds. Þetta var hin besta skemmtun. Laugin er algjört æði og ég ætla alveg örugglega að skella mér þangað einn daginn og svamla svolítið. Ekki sveik það heldur að berja sunddrottninguna augum og sjá gamla "nemendur" láta ljós sitt skína á sundbrautunum. Það var sannalega tími til kominn að íslenskt keppnissundfólk fengi almennilega aðstöðu til æfinga og keppni. Og nú er hún komin.

1 Comments:
En leiðinlegt með símann, hélt að homum væri aldrei úr
hendi sleppt, sýnist allir vera með síman í hendinni öllum stundum, vonandi bætir heimilistryggingin þetta.
þetta hefur alls ekki verið góður dagur.
Mamms
Skrifa ummæli
<< Home