Til útlanda...?
"Það er alveg bannað að skila manni til útlanda" sagði yngsti sonur minn við mig eitt sinn. Fyrst datt mér í hug að hann væri svona bráðþroska að hann hefði orðið áhuga á málefnum nýbúa og ættleiddra barna en komst flótlega að hann meinti auðvitað að bannað væri að skilja einhvern útundan. Fannst þetta bara krúttlega fyndið fyrst en við nánari umhugsun þá hefur mér farið að finnast lítill merkingarmunur á þessum setningum. Hvað finnst ykkur? Systursynir mínir þeir Úlfur og Krummi gistu hjá mér á föstudagskvöldið. Það var virkilega gaman að hafa þá og erfitt að hugsa til þess að þeir séu á leið alla leið til Jamaíku til að eiga þar heima næstu árin. Föðurfólk Krumma á heima þarna og það verður örugglega gaman fyrir þau og hann að fá að kynnast. Og það er með söknuði í hjarta sem ég kveð þessar elskur......segi bara eins og sonurinn "það er alveg bannað að skila manni til útlanda" ...og komið fljótt aftur. Heil og sæl.
Fylgdist með "Strákunum okkar" vinna á ævintýranlegan hátt upp 9 marka forskort Tékka áðan í beinni útsendingu. Þetta gefur þeim vonandi byr undir báða vængi og það er víst að maður bíður spenntur eftir leiknum á þriðjudag.
Fylgdist með "Strákunum okkar" vinna á ævintýranlegan hátt upp 9 marka forskort Tékka áðan í beinni útsendingu. Þetta gefur þeim vonandi byr undir báða vængi og það er víst að maður bíður spenntur eftir leiknum á þriðjudag.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home