þriðjudagur, janúar 18, 2005

Á sundi og fundi

Hlustaði á ákaflega fróðlegan fyrirlestur um Aspergerheileinkenni í dag eftir að kennslu lauk. Einn nemandi hjá okkur var að greinast og við kennararnir fengum smá innsýn inn í heim fólks sem er á einhverfu-rófinu. Hefði bara viljað fá að heyra meira.

Fór í kvöld og synti í fyrsta skipti síðan í nóvember. Vonandi fer ég nú að verða duglegri að reka sjálfa mig af stað. Það er nefnilega svoleiðis að það er erfiðast að koma sér á staðinn. Svo er ekkert mál að svamla kílómeter í rólegheitum og láta sér svo líða vel á eftir. Grafarvogslaugin er líka alveg sérstaklega frábær til sundiðkunar...ef þið hafið ekki vitað það. Þeir sem koma einu sinni- koma alltaf aftur.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þar fórstu alveg með það!
Ég er búin að vera að mana mig upp í að prófa þessa margfrægu laug.. nú þori ég aldrei! Tek ekki sénsinn á að verað "hooked"... allt of langt þangað úr Vesturbænum!

kveðja,
Hugskot

20. janúar 2005 kl. 22:48  
Blogger Silfá said...

Endilega prófaðu hana. Þú getur þá bara notað hana sem spari :-) ...og á leið út úr bænum.

21. janúar 2005 kl. 15:09  

Skrifa ummæli

<< Home