Misþyrming okkar ástkæra ylhýra máls
Fór yfir nokkur hressandi málfræðipróf í dag og var bara nokkuð ánægð með mitt fólk. Sat svo á kennarastofunni og hlustaði á unglingadeildarkennarana fara yfir próf hjá 9. bekk í sömu grein. Tók eftir furðu þeirra yfir því að unglingarnir svöruðu flestir því til að rétt væri að segja "þeir fóru til Akureyrarins" og einnig " þær fóru til Hveragerðar". Fékk mig til að velta því fyrir mér hvort almenn málkennd væri á hröðu undanhaldi. Einnig virtust fáir kunna nefnifallsbeyginguna með sögninni að hlakka. Ég veit að á öllum þessum atriðum er hamrað ár eftir ár í kennslunni og því hlýtur það að vera svekkjandi þegar þarna er komið í skólagöngunni að ekki skuli sjást meiri "árangur" af íslenskukennslunni. Þegar ég lít til baka og rifja upp mína eigin skólagöngu þá man ég ekki eftir neinni eiginlegri móðurmálskennslu fyrr en í Réttó. Þetta var samt alltaf mitt besta fag í skóla. Bæði í unglingadeild grunnskóla og í menntaskóla. Það er kannski hrokafullt að segja það...en svona villur hefði maður a.m.k. aldrei gert.
Fylgdist með Ædolinu í kvöld, eins og fleiri. Við höldum með Heiðu á mínu heimili. Finnst hún vera stjörnuefni. Fékk svo skemmtilegt símtal frá vinkonu minni í Ameríkunni. Hún ætlar að skella sér á klakann á næstunni og spila á bridshátíð. Það verður gaman að hitta hana aftur. Orðið allt of langt síðan síðast.
Fylgdist með Ædolinu í kvöld, eins og fleiri. Við höldum með Heiðu á mínu heimili. Finnst hún vera stjörnuefni. Fékk svo skemmtilegt símtal frá vinkonu minni í Ameríkunni. Hún ætlar að skella sér á klakann á næstunni og spila á bridshátíð. Það verður gaman að hitta hana aftur. Orðið allt of langt síðan síðast.

1 Comments:
Skrif þín um íslenskuna ylja móðurmálshjarta mitt. Takk. Ég er að leita að varnarliði fyrir íslenska tungu.
Kveðja,
Eygló
veraviss@mi.is
Skrifa ummæli
<< Home