fimmtudagur, janúar 27, 2005

Sérkjör?

Held ég sé að verða paranojsk með aldrinum. Alla vega þá er ég ekkert svakalega spennt fyrir þessum sérsamningshugmyndum Sjálandskóla. Nú á sem sagt að gera þá byltingarkenndu tilraun að ráða fólk inn í skólann með sama vinnutímaramma og aðrar háskólamenntaðar stéttir. Nánar til tekið frá kl. 8 til 17. (Mér finnst hér ýjað að því undir rós að kennarar vinni ekki jafnmikið og aðrar stéttir og það sé ástæðan fyrir lágum launum). Á þessum 9 klukkustunda vinnutíma skal inna af hendi alla kennslu (óskilgreindur tímafjöldi?), undirbúning fyrir kennslu, foreldrasamtarf, endurmenntun plús annað sem til fellur. Svo er skylda að taka þá forfallkennslu sem til fellur sem og önnur tilfallandi störf. Hvað á að borga fyrir þetta kemur ekki alveg fram en víst á það að verða eitthvað hærra en við hin óbreytt fáum. Ég myndi amk. vilja vita hversu mikill kennslutímafjöldinn væri, hvort ég væri alltaf skyldug til að taka forfallakennslu án aukagreiðslu, hvað ætti að gera(borga) ef vinnan færi út fyrir þennan ramma ofl.
Ég bara trúi því ekki (dæmi um hvað ég er orðin tortryggin) að þetta sé bara kjarabót fyrir kennarana. Sveitafélagið hlýtur að sjá einhvern gróða í þessu og eitthvað segir mér að það verði þeir sem græði mest þegar upp er staðið. Kannski er hér kominn vísir að Kárahnjúka- kennaralaunum". Hver veit nema fljótlega verða kannski fluttir inn "ódýrir" kínverskir kennarar sem taka að sér kennslu í skólum á sérkjörum.

3 Comments:

Blogger NN said...

Ég er alveg sammála þér. Sérsamningar eru stórvarasamir. Það geta kannski einhverjir örfáir grætt á þeim en ég held að meirihlutinn tapi.
Fröken Ásta.
(Gat ekki loggað mig inn til að kommenta, eitthvað rugl í gangi)

27. janúar 2005 kl. 23:38  
Blogger Silfá said...

Já, ég verð víst að fara að fá mér þægilegra "kommentkerfi". Takk samt fyrir að láta ekki óþægindin aftra þér frá því að skrifa. Bið að heilsa kisunum þínum :-)

28. janúar 2005 kl. 09:27  
Blogger NN said...

Bloggerinn viðurkenndi ekki að ég hefði loggast inn en svo ég sé ég núna að ég hef loggast inn!! Very weird.

29. janúar 2005 kl. 00:03  

Skrifa ummæli

<< Home