þriðjudagur, janúar 11, 2005

Janúardofi

Er eitthvað svo dofin og annarshugar í dag. Veit ekki hvers vegna. Kannski af því að brátt fara ákaflega annasamir tímar í hönd með prófum og undirbúningi fyrir þau. Kenndi gamla bekknum mínum einn tíma í dag í forföllum. Það var mjög skemmtilegt og þau tóku voða vel á móti mér.
Einum nemanda mínum varð skemmtilega fótaskortur á tungunni í dag þegar hann (var reyndar hún:-) spurði í miðjum tíma í dag: Heyrðu, er ekki ufsilon dýr í í-inu? Henni fannst þetta sjálfri ákaflega fyndið og hló mikið. Annars eru nemendurnir mínir búnir að vera yndislega skemmtilegir og fantaduglegir þessar fyrstu vikur eftir jólafrí. Fór í gær og hélt fyrirlestur fyrir deildastjóra um einstaklingsmiðaða skipulagið okkar í Borgaskóla. Held það hafi gengið alveg skammlaust. Fór í matartímanum mínum og var alveg á nippinu með það að koma á réttum tíma til baka.
Heimasætan á að fermast nú í vor og ég hef verið alveg ferlega dofin yfir þessum merkisviðburði. Er þó búin að redda sal og kokki. Þurfum að fara að huga að fatakaupum, klippingu og hárlitun ofl. Svo þarf auðvitað að ákveða hvort og hvar á að taka ljósmyndir af viðburðinum. Segi bara eins og sannur Íslendingur "Ææi, þetta reddast allt saman....einhvernveginn"

Betra er að hafa skipulag á ruglinu - en rugl á skipulaginu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home