Smá blogg
| Í dag sat ég á tveimur skilafundum eftir að kennslu lauk og gat því ekki byrjað að undirbúa morgundaginn fyrr en klukkan hálf fjögur. Tók með mér afganginn af heimavinnuni til þess að fara yfir í kvöld. Er komin með nýja vinnureglu. Tek bara með mér heim það sem kemst fyrir í töskunni minni. ef eitthvað kemst ekki fyrir þá verður það skilið eftir í skólanum og unnið síðar. Að vísu á ég svo stóra og góða tösku svo þetta getur orðið nokkuð mikið, en eins og allir vita þá verður maður að setja sér einhver mörk. Er enn að velta fyrir mér hvað ég eigi að kjósa...en held samt að þetta sé allt að koma hjá mér. Ákvörðunin verður tekin á næstu dögum. Tammtammtammtamm...
Er á leiðinni til vinkonu minnar á eftir til þess að gera góð kaup í varagljáa, augnsvertara og hrukkubana. Algjört möst þegar komið er á minn aldur. PS. Þið sem lesið þetta, hvernig væri að "kommenta" einhvern tímann á bullið í mér? Það er ekki svo flókið og mér þætti gaman að heyra frá ykkur. |

2 Comments:
Er bara að prófa að "kommenta". Les bloggið þitt annars alltaf. -Anna Ei.-
Elskan mín
Þetta er spurningin: Hvað gefur okkur mest? fleiri krónur í vasann, eða friður,vinátta og ánægja með starfið okkar.
Þú þarft ekkert hrukkukren, engar hrukkur nema broshrukkur og þær eiga að vera.
mamms
Skrifa ummæli
<< Home