Séð og heyrt
Rosalega getur verið gaman að horfa á danskt sjónvarpsefni. Læt ekki Krónikuna framhjá mér fara ef ég get komist hjá því. Er þetta ekki merki um það að maður sé orðinn gamall og menningalega sinnaður? Annars eru sunnudagskvöld orðin sannkölluð sjónvarpskvöld hjá fjölskyldunnieða frá því að Djeims Bond sjálfur varð fastur liður á dagskránni. Það er skrafað og skeggrætt um samninginn á kaffistofum kennara og á spjallvef KFR um þessar mundir og heyrist mér hljóðið í fólki ekkert mjög jákvætt hvorki gagnvart samningnum né því að fara í gerðadóm. Þetta er vont mál sem virðist bara geta versnað.....ef það er nú hægt. Hér vantar einhvern eins og Djeims Bond til þess að bjarga málum. Auglýsi eftir honum. |

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home