Það er vont að vera veikur á þessum síðustu og verstu tímum. Er á leiðinni í heitt bað til að slá á andlegar og líkamlegar þjáningar mínar. Heyrði að Jónína Bjartmars hefði sagt í Ísland í bítið áðan að það hefði aldrei staðið til af hálfu sveitarfélaganna að semja við kennara og því hefði ríkið orðið að höggva á hnútinn. Sér er nú hvert höggið....nema það hefði átt að vera rothögg fyrir kennara. Gott að festa í lög lágmarklaunastefnu gagnvart heilli stétt. Brillijant...eða þannig. Svo á að henda einhverjum 130þúsund kalli í okkur eins og beini í hundskjaft bara til að hafa okkur góð. Mér a.m.k.er misboðið. Mér hefði þótt Alþingi sæmandi að koma að þessu með þeim hætti að það hafði hvatt sveitarstjórnirnar (sem tilheyra jú flestar sömu stjórnmálaflokkum og flokkarnir á Alþingi) til þess að semja við stéttina og lofað illa stöddum sveitarfélögum stuðningi ef á þyrfti að halda til þess að koma til móts við kröfurnar. Það eru nefnilega ekki bara sveitastjórnirnar sem hafa engan áhuga, áhugaleysið er algert, ríkið hefur ekki áhuga og foreldrar beina spjótum sínum að kennurum en ekki vinnuveitendum og hafa engan áhuga á því að hafa kennara barna sinna sátta með kjör sín. Það er ýmislegt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Hér þarf nefnilega bara vilja og vilja til þess að vilja. Svo einfalt er það.
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home