þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Nei eða já

Fengum þessa fínu köku í morgunkaffinu frá stýrunum okkar. Þeirra leið til þess að sýna samstöðu og hlýhug. Alltaf gott að fá góða köku. Mmmmm.

Erum að undirbúa á fullu skordýra og kóngulóarsýningu fyrir 6 ára krakkana á morgun. Þar verður lesinn upp ýmis konar fróðleikur, leikin leikrit og sungnir söngvar. Við höfum einnig gert tvær stórar og flottar veggmyndir í stofunum sem við munum stolt sýna 1. bekkingunum. Það verður spennandi að sjá hvernig tekst til.

Ætlaði á fund áðan í sambandi við "samninginn" en verð líklega að finna mér annan tíma. Hef reyndar lesið hann mjög vel yfir og þykist hafa góða heildarmynd af því sem hann hefur upp á að bjóða. Svo þarf maður bara að taka ákvörðun.....og standa eða falla með henni. Margir sem ég hef heyrt í ætla að segja Nei, jafnvel þó þeir telji að gerðadómurinn geri ekki betur. Þetta sé spurning um stolt. Ég veit ekki. Hversu hollt er stolt?? En ég hef ekki heyrt neinn sem ætlar að segja Já, af því að hann sé svo ánægður með samninginn. Menn segjast bara vera að lágmarka skaðann. Þetta verða því undarlegar kosningar. Menn játa því sem þeir vilja ekki og með því að neita því sem þeir vilja ekki, þá fá þeir gerðadóm sem þeir vilja ekki heldur. Ekta svona "lús-lús" staða. En af því að ég er svo spámannlega vaxin ætla ég að spá til um úrslitin. Ég reikna sem sagt með því að samningurinn verði felldur eða samþykktur með afar naumum meirihluta. (Ég lofa því að monta mig ekki mikið ef ég hef rétt fyrir mér)


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home