Laugardagur til ólukku
| Ég er svo döpur, svo sár, svo svekkt, svo búin á því andlega og líkamlega að mig langar bara til að skríða undir sæng og sofa þar til þessi martröð er yfirstaðin. Ég skammast mín svo fyrir að tilheyra þessari þjóð sem beitir lagaofbeldi, sem sýnir menntun fyrirlitningu, og sem traðkar á kennurum, konum og börnum þessa lands af fádæma skilningsleysi og hroka.
Ég hef tekið ákvörðun, ákvörðun sem ég hélt að ég myndi aldrei taka, því mér er starfið mitt og nemendur mínir svo kærir. Ég ætla að segja upp. Í næstu viku mun ég leggja fram uppsagnarbréf og falast eftir lausn frá störfum. Í 18 ár hef ég sinnt kennslu af miklum áhuga, metnaði og með mikilli gleði. En nú er allt breytt. Ég lít svo á að sveitarfélagið mitt hafi ekki áhuga á að borga mér, né öðrum kennurum sanngjörn laun og því hef ég ekki áhuga á að "gefa" þeim vinnu mína framar. Ég hef upplifað 7 vikna ofsóknir gagnvart kennarastéttinni, orðið vitni á vanþekkingu þeirra sem fara með fræðslumál í þessu landi á skólum og skólastarfi og síðast en ekki síst, skeytingaleysi samfélagsins gagnvart menntun barna. Mér líður eiginlega innra með mér eins og einhver mér nákominn hafi dáið....en kannski líður fólki bara þannig þegar trú þess á samfélagið, réttlætið og yfirvöld deyr. Ég get bara ekki meir...... |

2 Comments:
Æiii kæra mágkona ekki er nú gaman að heyra þetta. Þið ættuð bara að flytja í Garðabæinn ég er viss um að ef sveitarfélögin geta samið hvert fyrir sig við kennara að þá mun Garðabær borga vel.
Annars hef ég ekki áhyggjur af þér jafn fjölhæf kona og þú ættir ekki að vera í miklum vandræðum með að fá vinnu. Það er ekki gaman að ætla að hætta að vinna við það sem maður elskar.
ADH
Æ þú átt alla mína samúð, eins og ég veit að starfið þitt er þér mikil ástríða.ég vona samt barnanna vegna að úr rætist, því þau tapa mjög góðum kemnnara og vini.
Ég veit að ef þú ferð að vinna, við eitthvað sem ég kalla vana-vinnu þ.e.s skrifstofuvinnu eð eitthvað áþekkt, þá færðu ekki útrás fyrir þína sköpunargleði
og mannlegu samskipti, sem skólastarf veitir.
Ég er stolt af þér að skrifa ráðherra,hefðir kannski átt að hafa það opinbert í blöðunum, þetta var svo vel skrifað bréf. Það er sárt að vera lengi reiður,betra að fyrirgefa," því þeir vita ekki hvað þeir gera"
mamms
Skrifa ummæli
<< Home