Af tveimur vondum kostum
Tveir kostir eru nú komnir upp í stöðunni. Annaðhvort að neita samningnum sem fréttamiðlar keppast um að dásama fyrir hönd okkar kennara og tala um 30%+ launahækkun. Ég veit ekki alveg hvernig þeir finna það út en gagnvart mér og örugglega mörgum öðrum þá er þetta bara miðlunartillagan fræga, fyrir utan það að launapottarnir 1. ágúst eru þrír í stað tveggja. Annað er eins. Tvær eingreiðslur koma einnig til. Önnur líklega til að dekka launahækkunarleysið frá því að samningar voru lausir í mars en hin til að koma til móts við skerðingu á sumarlaunum vegna verkfallsins. Nú hinn möguleikinn í stöðunni er að neita samningnum en þá förum við átómatískt í fyrirfram gefinn gerðadóm sem verður að öllum líkindum ekki hærri en miðlunartillagan. Sem sagt tveir vondir kostir sem þó þarf að velja um. Kennslan hefur gengið afar vel í vikunni og hreint yndislegt að vera aftur í návist þessara "engla" sem hafa svo tæra og ómengaða sýn á lífið og tilveruna. Kuldinn hefur þó verið að gera okkur lífið leitt. Ekki bara úti, heldur var líka kuldagustur úr loftræstingunni í skólastofunni okkar í dag. Nemendur sátu semsagt kuldabláir á nefinu í morgun í tveimur fyrstu tímunum, grey skinnin og nú er ég líka komin með kvef. Það eina jákvæða við þetta var að það reyndist ekki erfitt að koma þeim út í frímínútur því það var ekkert mikið kaldara að fara út í hlýjum útigalla heldur en að norpa á bol í norðangarra við borðið sitt. Orti eitt lítið ljóð í tilefni dagsins. Svo kalt..
|

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home