miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Mont

Var að skreiðast heim eftir að hafa eytt rúmum tveimur klukkustundum í heimavinnuyfirferð. Er samt ekki nærri búin. Skordýra og kóngulóarsýningin tókst bara vel í dag og var virkilega gaman að fá fyrstu bekkingana í heimsókn til okkar. Nemendurnir okkar tóku líka hlutverk sitt, sem uppfræðarar fyrir þau yngri mjög alvarlega og lögðu sig vel fram. Annars líður dagurinn alveg óskaplega hratt enda alltaf nóg að gera. Það er kosturinn við starfið, aldrei tími til að láta sér leiðast.

Svo er hérna smámont til hátíðabrigða. Tók eftir því í morgun að ég á ljóð dagsins á ljod.is í dag (..í 8. sinn reyndar, en hver er að telja:). Þetta er ljóðið sem ég snaraði hér inn á síðuna fyrir nokkrum dögum. Alltaf gaman að vera valin í ljóð dagsins, manni líður bara eins og fegurðardrottningu og maður segir kannski sisona "Jiii þetta kom mér svooo á óvart. Bjóst aldrei við þessu."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home