Bananalýðveldið
| Hlustaði á fyrstu umræðu til (ó)laganna í dag. Mönnum mæltist auðvitað misvel og ég verð að segja að Vinstri grænir áttu atkvæðið mitt í dag. Djö....., hvað maður er að verða róttækur og neikvæður. Hvernig er heldur annað hægt eftir 7 vikna ofsóknir. Fór niður í verkfallsmiðstöð eftir hádegið og hitti þar helling af ævareiðum kennurum. Flestum hafði brugðið svo í morgun að þeir voru engan veginn búnir að jafna sig þó langt væri liðið á dag. Það er allavegana ljóst að þessi lög leysa engan vanda og það verða ekki kátir kennarar sem koma til vinnu næsta mánudag.....Ég hef heyrt af mörgum sem ætla strax að segja upp og mótmæla á þann hátt þessari ólýðræðislegu aðför. Hvað á það að þýða að láta samninganefndirnar sitja og góna á hvor aðra til 15. des?.... og ef ekki verður búið að semja þá, þá muni verða skipaður gerðadómur.! Þetta er augljóslega alveg gríðarlegur hvati fyrir Launanefndina til þess að semja - það sér hver maður.Doooh:s Svo tekur náttúrulega tíma að skipa dóminn og safna gögnum og á meðan sitja kennarar eftir á "gömlu" laununum sínum. Heildargreiðslum þarf svo ekki að skila fyrr en næsta vor og eru þá þær bara afturvirkar til 15. des. Engar "stríðsskaðabætur" eru boðnar og engin trygging fyrir því að laun og kjör verði miðuð við viðmiðunarstéttina okkar - framhaldsskólakennara. Er furða þó það hafi soðið á sumum í dag.
Nokkrir kennarar tóku sig til í dag og söfnuðu fyrir nokkrum kössum af bönunum og keyrðu með þá niður á Alþingi og dreifðu til þeirra sem þar voru. Þannig vildu þeir láta í ljós skoðun sína á þessu bananalýðveldi sem við búum við. Margur verður af aurum api....og apar borða banana......nanananan.....life is life....nanananana.....er algerlega að missa mig þessa stundina. Datt í hug nýtt nafn á nýja borgastjórann okkar. Steinunn Vald.is. Hvernig lýst ykkur á? |

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home