Þá hefur verið talið upp úr kjörkössunum. Tæplega 93% kennara felldu þessa "rómuðu" miðlunartillögu en sveitarfélögin samþykktu hana einróma. Átti ekki von á alveg svona afgerandi afstöðu en ef einhver var einhverntímann í einhverjum vafa um samstöðu stéttarinnar, þá held ég að viðkomandi verði að endurskoða þá afstöðu. Hvað gerist nú? Samningarnefndinrnar voru strax lokaðar inni hjá Ríkissáttasemjara og geta því ekki mætt í viðtöl í fjölmiðlum´, en Gunnar I Birgis ætlar að ausa úr brunni visku sinnar í þeirra stað. Það verður ábyggilega ekki sagt "Það er gott að búa í Kópavogi" eða eitthvað álíka frumlegt. Einnig væri gaman að heyra í Halldóri Ás sem var viss um að kennarar myndu samþykkja þessa góðu tillögu fyrir viku síðan. Þetta eru greinilega menn sem skynja vilja fólksins betur en aðrir. Nú er verið að biðja okkur um að fresta verkfallinu, en það kemur örugglega ekki til greina nema nýr samningur (og þá erum við að tala um alvöru samning) liggi fyrir. Nú verður semsagt setið og setið og metið.....vonandi tekur þetta fljótt af og loksins eitthvað gert til þess að bæta þetta ófremdarástand sem ríkt hefur í launamálum stéttarinnar
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home