| Beið spennt í gærkvöldi eftir því hvort LN myndi samþykkja tilboð kennara og verkfalli yrði aflýst, en af því varð því miður ekki. LN hafði hent fram öðru tilboði fyrr en það var bara svona sýndarveruleika-tilboð. Eða eins og Eiríkur orðaði það; Þetta er svipað því að einhver fer út í búð með 5000 kall og ætlar að kaupa eitthvað sem kostar 7000 krónur. Hann getur það auðvitað ekki og þá fer hann í bankann og skiptir 5000 kallinum í 5 þúsund krónu seðla og mætir aftur í búðina og ætlar að kaupa. Snjallt?Fór í morgun upp í verkfallsmiðstöð. Áttum eldhúsvaktina - í 3. sinn - en hver er að telja? Kom reyndar í ljós að mistök höfðu átt sér stað í eldhúsvaktaskipulagningunni. En hvað um það, við redduðum þessu auðvitað eins og venjulega. Um 11 leytið kom Eiríkur og sagði frá stöðu mála og var þá mættur múgur og margmenni á staðinn og var mörgum heitt í hamsi. Það er svo fundur á morgun hjá samninganefndunum svo ekkert gerist amk. fyrr en þá.Er að hugsa um að skella mér á kvennalandsliðsleik á morgun. Norska kvennalandsliðið í fótbolta mun etja kappi við okkar stúlkur í Egilshöllinni klukkan 17:00 á morgun. Við í mínum skóla eigum glæsilegan fulltrúa í íslenska landliðinu og ætlum því að fylgjast grannt með gangi mála og segjum: Áfram Ísland ! |
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home