fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Morgunþankar

Vaknaði við ruslakallana í morgun og fór upp og fékk með að borða. Börnin njóta verkfallsins með því að sofa á sínu græna eyra langt fram á morgun. Get samt ekki leyft mér slíkan munað. Ætla ekki að snúa sólarhringnum við. Er nebbnilega á leið úr verkfalli hvern dag sem ég vakna. Ohh, hvað ég vona að eitthvað almennilegt fari að gerast, ónýtt kennsluþörf mín er alveg að gera út af við mig.

Las tvær góðar greinar í Morgunblaðinu í morgun. Önnur er eftir stærðfræðikennara í Háskóla Íslands um "lausn" á þessari kjaradeilu sem frú Þorgerður Katrín virðist hafa dottið niður á. Hin greinin er eftir prófessor nokkurn og er um "Aðbúð og geðvernd kennara". Hvet alla til að lesa þessi skrif.

Fór á landsleikinn í gær og það eina jákvæða í leiknum sjálfum var markafjöldinn. Níu mörk í einum leik er ekki svo slæmt, en betra hefði að meginhluti þeirra hefði verið skoruð í mark Norðkvennanna en ekki okkar. Tap 2-7 var dapurleg staðreynd.

Nýr borgarstjóri var kynntur í gær. Steinunn Valdís fær þann heiður að vera þriðji borgastjóri R-listans á jafnmörgum árum. Kannski ætti R-listinn að bjóða næst fram amk. 3 borgastjóraefni svo fólk viti fyrirfram hvað það er að kjósa.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home