föstudagur, nóvember 26, 2004

Náttúrulega

Ég fann náttúrulega lykt". var fyrirsögnin sem blasti við mér í Mogganum í vikunni. Ég fór einmitt að velta fyir mér hvernig náttúruleg lykt væri. Er það kannski ilmur af heyi eða sjavarseltu? Angan af rósum eða myglusveppum? Lykt af úrgangi eða moldarflagi? ...eða kannski bara plein skítafýla? Hvað veit ég en skrýtnara varð þetta allt saman þegar kom í ljós að konan sem hafði fundið náttúrulegu lyktina, hafði fundið hana í stigaganginum heima hjá sér. Svona getur verið spennandi að lesa dagblöðin, svo ég tali ekki um lærdómsríkt. Sá líka í DV um daginn "Mótmælti Íraksstríðinu en getur ekki selt íbúðina sína" - sé ekki alveg samhengið....en það er kannski bara ég. Einnig "Parhús fyrir fatlaða af föðurást"....talandi um einstaklingsmiðaðar byggingar. Nú er sem sagt hægt að kaupa parhús sem eru sérhönnuð fyrir þá sem hafa orðið fatlaðir vegna ástar föður síns. Og nóta bene þetta eru bara örfá spennandi dæmi úr fyrirsagnaflórunni sem dynur á okkur grandvaralausum fréttafíklum. Ef þetta er ekki ástæða til þess að lesa dagblöð......

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

DV held að ég toppi allt þegar kemur að fyrirsögnum og bara í fréttaflutningi yfir höfuð...endalaus della sem kemur frá þessum miðli. Ótrúlega margir samt í kringum mig sem halda því fram að þetta sé bráðnauðsynleg lesning :-)

Gaman að sjá ykkur í aðventukaffinu...fjölskyldan leit með eindæmum vel út.

ADH

28. nóvember 2004 kl. 18:54  
Blogger Silfá said...

..og ég endurtek innilegar þakkir kæra mágkona fyrir frábært kaffi og ekki spillti svo hún systir þín fyrir áti dagsins þegar hún sendi okkur heim með afgangaslambafille:-) Segi bara eins og Guðni "Það svíkur engan - íslenska lambajötið". Þúsund þakkir til ykkar systra.

28. nóvember 2004 kl. 20:21  

Skrifa ummæli

<< Home