laugardagur, október 30, 2004

...nei ekki nærri búið...:(

Var svo að vona að þessi miðlunartillaga væri eitthvert alvöruplagg. Þess vegna voru vonbrigði mín mikil þegar ég fékk að glugga í hana í gærdag. Þetta er nánast sama plagg og launanefndin okkar hafnaði fyrir viku. Héldu menn að sú höfnun væri í trássi við vilja okkar kennara? Eða er þetta svona Macchiavellísk aðgerð hjá Ásmundi/Halldóri til þess að fá kennnara til þess að samþykkja enn einn prumpsamninginn? Við mætum sem sagt í skólann á mánudaginn og tökum á móti nemendum okkar og vitum um leið í hjarta okkar að við munum hafna þessari tillögu og senda þessar elskur aftur í verkfall. Það er ekki auðvelt að gera slíkt og það vita þessir menn og ætla enn einu sinni að misnota hjartagæsku hinnar kvenlegu stéttar. En ég er fullviss um að þessi tillaga verður felld, (við erum að verða svo ókvenlegar og harðbrjósta)...og hvað gerist þá? Um þessi mál eru miklar og málefnalegar umræður á spjalli kennarar.is og ég mæli með að allir sem vilja kynna sér málið niður í kjölinn heimsæki þessa spjallrás.

Við getum ekki gefið börnum okkar framtíðina, hve mjög sem við reynum að tryggja hana. En við getum gefið þeim tímann sem er að líða. -Ókunnur höfundur-


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home