föstudagur, október 29, 2004

Búið?

Fékk símtal upp úr klukkan 8 í morgun um að mæta upp í skóla klukkan 10 á fund. Hafði verið búin að lofa mér annað um hádegið svo þetta kom svolítið flatt upp á mig. Fæ að vita á eftir hvað felst í þessari tillögu. Vonandi er hún góð, því annars er hætt við að hún verði felld og þá hefst allt brasið aftur. Merkilegt hvað 6 vikur eru algengur tími í verkföllum. Skyldi það vera tilviljun? Eða á maður að taka undir orð Álfrúnar í sögunni Kaldaljós um að ekkert sem gerist í heiminum sé tilviljun. Fær mann allavegan til þess að hugsa ýmislegt, svo ekki sé meira sagt.
Nóg í bili. Verð að fara að VINNA (yndislegt orð:).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home