Í fínu boði
| Eftirmiðdeginum var eytt í ákaflega skemmtilegt samkvæmi sem skólastýran okkar hélt í tilefni þess að hún var að klára masternámið sitt. Þarna voru mættir margir frammámenn og konur í íslenska skólakerfinu. Það voru auðvitað kennararnir hennar úr kennó, samstarfsfólk í gegnum tíðina, fjölskyldan og svo síðast en ekki síst; við í Borgaskóla. Ræður voru haldnar og tónlistaratriði flutt en ég held að besta atriðið (og nú er ég sko ekki hlutdræg:) hafi verið þegar Konunglegi söngflokkurinn úr Borgaskóla steig á stokk og flutti með glæsibrag tvo frumsamda texta um skólstýru dagsins. Veitingar voru vel úti látnar og viðmælendur vel viðtalandi...er hægt að biðja um meira? Fjórir aðrir Borgskælingar útskrifuðust frá Kennó í dag. Sendi hamingjuóskir til þeirra allra.
Nenni ekki að skrifa meira, ætla að henda mér í Sunnudagskrossgátuna í Mogganum. Þetta er nebbnilega virkilega skemmtileg leikfimi fyrir hugann. (Maður svitnar næstum því:) Mæli með því að allir sem aldrei hafa reynt sig við hana, reyni sig við hana amk. einu sinni. |

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home