Í byrjun 6.viku verkfalls
Í yndislega fallegu en svolítið köldu haustveðri gengum við nokkrar í morgun. Enduðum svo í "afgangaveislu" hjá Önnu Margréti. Það var alveg ferlega gott og þær sem ekki mættu í gönguna í morgun geta sjálfum sér um kennt...annars hefðu þær líka fengið svon óvænt kaffiboð. Sótti svo þann 7 ára til vinar síns og fékk mér kaffsopa hjá Sillu...hún hellir nebbnilega upp á besta kaffi í bænum :) Þeir félagar ákváðu svo að þeir yrðu að gista saman í kvöld, nota tímann á meðan verkfallið er, nema hvað. Það hefur verið dálítið áberandi í umræðunni um helgina hvort við ættum að leggja samningana í gerðadóm. Sitt sýnist hverjum, kennarar eru á því en samninganefnd sveitarfélaga er alfarið á móti því. Hvernig skyldi standa á því? Kannski er nefndin hrædd um að gerðadómur fyndi einhver "sanngjörn" laun á stéttina. Laun sem þeir augljóslega, miðað við tilboðin sem þeir hafa sent frá sér, eru ekki tilbúnir til að borga. Fundur var með deiluaðilum, í sitthvoru lagi, hjá forsætisráðherra og menntamálaráðherra í dag og hefur fundur verið boðaður á morgun. Jessss....kannski kemur eitthvað bitastætt út úr því. Nú er 6. vika verkfalls að renna upp og margir "spámenn" höfðu einmitt spáð því að þá færi verkfallið að leysast, því þá væri búið að "spara" nóg. Minnið ætti að vera forðabúr en margir gera það að ruslakistu. -Ókunnugur höfundur- |

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home