Bras og þras
Hefði getað farið að gráta, þegar ég heyrði fréttirnar í gær. Slitnað upp úr og fundur ekki boðaður fyrr en í nóvember. Nú á aldelis að láta fólk panika. Heyrði líka á samkennslukonum mínum í morgun að þær upplifðu þetta sama og ég í gær. Nú hafa sveitarfélögin grætt milljarð á verkfallinu og ættu því að getað borgað betur en þeir buðu síðastliðið vor, en þeir bera enn við miklum blankheitum en vilja ekki biðja um aura frá ríkinu til að hjálpa sér. Ergó...þeir telja að staf okkar sé ekki merkilegra né mikilvægara en svo, að greiða beri fyrir það örlítið hærra en ófagmenntaður einstaklingur fær fyrir vinnu á kassa í búð (með fullri virðingu fyrir viðkomandi). Frú Þorgerður Katrin -aka Þyrnirós vaknaði loksins á fundi á Akureyri í morgun og sýndi þá loksins á sér aðra hlið varðandi þessa deilu. Hún sagði að henni fyndist krafan um 230.000 krónurnar árið 2007 ekki óraunhæf og að líklega yrði ríkið að grípa inn í þessa deilu. Einnig að til greina kæmi að skoða hvort þessum málaflokki væri ekki betur borgið hjá ríki heldur en sveitarfélögunum. Hún hækkaði töluvert í áliti hjá mér við þessi ummæli, því þau eru ekki endilega í takt við það sem aðrir í ríkistjórninni hafa látið frá sér fara. Spennandi að sjá hvað gerist á næstu dögum.
|

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home