þriðjudagur, október 12, 2004

Netverkfall

Eftir sundið í morgun, sem vel að merkja, aðeins þær hörðustu mættu í, eyddi ég deginum heima hjá börnunum mínum og sinnti heimilsstörfum. Það verður seint sagt að ég sé fyrirmyndarhúsmóðir en stundum reyni ég þó að sýna lit. Í verkfalli hefur aumingja tölvan mín verið í stanslausri notkun, aðallega af okkur mæðgum. Svo mikil hefur notkunin verið undanfarið að hún(tölvan) ákvað að fara í netverkfall í dag. Allt í einu neitaði hún semsagt að opna fyrir hið ómissandi MSN og Internetið. Við reyndum allt sem okkur satt í hug, en allt kom fyrir ekki, hún lét sér ekki segjast. Svo ég hringdi í ADSL-þjónustuna. Þar svaraði ungur og greiðvikinn maður og eftir að hafa fengið alla sjúkdómsgreiningu í gegnum símann sagði hann "Ahah....hún hefur slökkt á sambandinu við netið sjálf." "Ha?"- sagði ég "getur hún það?" -"Já , þetta gerist stundum, enginn veit hversvegna". Svo lóðsaði hann mig með fáeinum aðgerðum og skyndilega burraði netið vinalega á skjánum hjá mér. Hvílíkur léttir. Veit ekki hvað ég hefði gert svona sambandslaus frá umheiminum í fleiri klukkutíma. Kannski hefðum við bara þurft að fara í heimsókn eða eitthvað.
Tíðindalaust af vígstöðunum í dag. Engar viðræður og engir samningar.

Ætla að enda þetta í dag með ljóði sem ég samdi fyrir margt löngu. Það heitir Kyrrð og hljóðar svo:

Vertu stilltur….
-sagði hún
og hegðaðu þér
almennilega.

Hvernig gat hann
verið stilltur.
Hann sem hafði
aldrei
verið stilltur
-almennilega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home