Miðvikudagsmæða
Æi, ég er eitthvað svo svekkt yfir því að ekkert á að ræða fyrr en á mánudag í næstu viku. Eftir hverju er eigininlega verið að bíða? Er komin með mikið meira en nóg af þessu öllu saman. Enginn vill höggva á hnútinn, Ríkið þvær hendur sínar af málinu og sveitarfélögin skýla sér bak við þumbarlega og skilningsljóa launanefnd. Launanefndin reynir að tefja samninga eins og hún getur (BB ætlar ekki einu sinni að biðja um aukið fjármagn) og svo koma menn í viðtöl í fjölmiðlum og segja að engum heilvita manni gæti dottið í hug að þeir væru að þessu tafsi til þess að spara. Til hvers þá?, spyr ég bara. Verð að taka það á mig að vera ekki heilvita enda búin að vera launuð samkvæmt því undanfarin ár. Get ég kannski sem foreldri kært ríkið fyrir að svíkja lögbundinn rétt barnanna minna til náms? Það er ríkið sem setur lögin, það er ríkisins að sjá til þess að þeim sé framfylgt. Þarf að athuga þetta betur. Fór í morgun í hressandi göngutúr með samkennslukvinnum mínum. Það var svolítill rigningarúði en það var bara betra. Við komum aðeins við upp í skóla og náðum að kasta kveðju á skólastýrurnar okkar og skólaliða sem voru á leið á Þjóðminjasafnið. Fór svo með heimasætuna til tannlækninsins. Hann sá aumur á mér og gaf mér verkfallsafslátt. Yndislegt hvað tannlæknar geta verið skilningsríkir gagnvart okkur kennurum, þó ekki sé starfið líkt. Hjálpaði svo eldri unglingnum með söguverkefni seinna um daginn. Gaman að rifja upp gömlu góðu söguna svona mörgum árum síðar.
Enginn skyldi spyrja fisk um það sem gerist á þurru landi. - Frá Afríku |

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home