Kalt mat
| Það stóðu nokkuð hundruð kuldabláir kennarar fyrir framan Karphúsið um eitt leytið í dag og sungu barnasöngva og hrópuðu "Við gefumst aldrei upp! Við gefumst aldrei upp!" Fannst það svolítið hallærislegt. Ég er nebbnilega svona þögul týpa sem vil sem minnst tjá mig um hlutina.:) En án gríns, þá fannst mér alveg nóg að mæta á staðinn, óþarfi að hrópa eitthvað. Vorum með eldhúsvaktina eftir hádegi og það kláruðust nánast allt sem lagt var á borð á rúmum klukkutíma. Enda við ekki fjölmennur skóli, en eins og allir vita þá er magn ekki sama og gæði svo þetta reddaðist auðvitað með sóma hjá okkur.
Vinur minn kíkti í heimsókn í gærkveldi og var tíðrætt um kennaraverkfallið. Honum fannst við ekki hafa verið nægilega dugleg að koma sjónarmiðum okkar á framfæri og auglýsa okkur sem skildi. Sem dæmi tók hann fulltrúa okkar í undanþágunefnd. Hún veitti helst ekki viðtöl og útskýrði ekki afstöðu kennara, á meðan mætti ungi lögfræðingurinn sem situr fyrir hönd sveitafélaganna í sjónvarpið og sagði heilagur á svip "Við viljum allt fyrir fatlaða gera, það stendur ekki á okkur. Það eru kennarar sem vilja ekki einu sinni mæta á fund." Ef okkar fulltrúi hefði bara sagt strax eins og var, að það væri sjálfsagt að veita undanþágur ef sveitafélögin væru tilbúin til að borga laun allra kennara sem þyrftu að mæta upp í topp, þá væri boltinn aftur kominn til sveitafélaganna og við ekki lengur vonda fólkið. Kalt mat; ég verð að viðurkenna að ég var bara töluvert sammála honum. Las frábæra Bakþanka eftir Þráin Bertelsson í dag. Framtíðarsýn etftir 50 ár þar sem erlendir ferðmenn flykktust til Íslands til að, berja augum fyrsta landið í heiminum sem viðurkenndi að menntun væri einskis virði. Hvet alla til að kíkja á þessa snilld. Það er alkunnugt að sum staðar er ekki eins mikið álit á kennurum og vera ætti; kennarastarfið er ekki metið að verðleikum. Menn og konur sækjast með græðgi eftir auðæfum, skemmtunum og vilja sem mest láta á sér bera en fyrirlíta strit þeirra manna í skólastofunni sem eru að leggja grundvöllinn undir líf þeirra barna sem eiga að verða menn og konur framtíðarinnar. D.C. Murphy |

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home