Tíminn líður....
Já, nú líða allar vikur óskaplega hratt. Við erum með svo margt á prjónunum í skólanum sem þarf að ljúka við áður en prófin byrja. Vikan sem leið fór í að klára að mestu leyti þemað um trú og list. Við gerðum í sameiningu stóra mynd af Síðustu kvöldmáltíðinni og festum á vegg í skólanum. Í næstu viku verður sýning á þemanu okkar og um leið ætla nemendur að bjóða foreldrum sínum að koma og skoða það sem þeir hafa verið að gera í skólanum í vetur. Spennandi að sjá hvernig til tekst. Svo er ég að hugsa um að skella mér á aðalfund KFR og kjósa nýjan formann á þriðjudagskvöldið. Skora á alla kennara í Reykjavík að koma og hafa áhrif á hver kemur til með að vera í forsvari fyrir fjölmennustu kennarasamtök landsins. Hver fattaði annars upp á þessu leiðindaveðri? Er samt að hugsa um að skella mér í sund. |

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home