Fönn, fönn, fönn
Ótrúlegt hvað þessi vika ætlar að vera mikið "fönn". Maður er að reyna að halda sér mjúkri og afstressaðri varðandi komandi fermingu og gengur bara býsna vel. Einhvern veginn hef ég það samt á tilfinningunni að ég sé að gleyma einhverju afar mikilvægu...og að ég uppgötvi það alls ekki fyrr en á sjálfan fermingardaginn. Fór í kvöld og bjó til ræs kríspís kransaköku með tengamömmu. Segið að maður sé ekki myndó :-)
Er á leiðinni á tónleika á morgun hjá Sinfóníuhljómsveitinni með skólanum mínum. Við eigum að æfa blessuð börnin í að syngja stuðlagið "Fönn,fönn, fönn" svo þau geti sungið það með Sinfó á tónleikunum. Krakkarnir eru allir að vilja gerðir og víða heyrðist sönglað á göngum í dag........ekta íslensk fönn.
Sá 7 ára er í lestrarátaki þessa vikurnar og les hverja heimalestrarbókina af fætur annarri og fær mislitar flugvélar að launum fyrir. Hann er staðráðinn í að sigra í þessari keppni þrátt fyrir að vera örugglega ekki sá hraðlæsasti í bekknum (fyrirfram). En hvort sem honum tekst ætlunarverkið eður ei, þá græðir hann alltaf á kappseminni.
Er á leiðinni á tónleika á morgun hjá Sinfóníuhljómsveitinni með skólanum mínum. Við eigum að æfa blessuð börnin í að syngja stuðlagið "Fönn,fönn, fönn" svo þau geti sungið það með Sinfó á tónleikunum. Krakkarnir eru allir að vilja gerðir og víða heyrðist sönglað á göngum í dag........ekta íslensk fönn.
Sá 7 ára er í lestrarátaki þessa vikurnar og les hverja heimalestrarbókina af fætur annarri og fær mislitar flugvélar að launum fyrir. Hann er staðráðinn í að sigra í þessari keppni þrátt fyrir að vera örugglega ekki sá hraðlæsasti í bekknum (fyrirfram). En hvort sem honum tekst ætlunarverkið eður ei, þá græðir hann alltaf á kappseminni.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home