föstudagur, mars 18, 2005

Á leið í páskafrí

Þá er þessi seinasta vinnuvika fyrir páska til enda runnin. Var svo þreytt fyrri hluta hennar að ég hefði getað sofnað standandi en var orðin eiturhress þegar líða tók að lokum og er næstum því ekki tilbúin til að fara í frí alveg strax. Það voru Brosandi ljóðadagar í skólanum mínu nú á fimmtudag og föstudag og þeir endurnærðu mig alveg á líkama og sál svo nú finn ég hvorki fyrir þreytu né sleni. Ætla meira að segja að mæta á mánudaginn í vinnuna og taka stofuna mína í páskahreingerningu, færa svolítið inn í stundvísi, skipuleggja ogguponsulítið, skila bókum á bókasafnið og fara svo með ákaflega góðri samvisku í páskafrí.

Var með fyrirlestur um einstaklingsmiðað nám fyrir kennara í Kársnesskóla á miðvikudag. Það var bara svo gaman. Ég fór á námskeið fyrir nokkrum árum um söguaðferðina (storyline) sem var einmitt haldið þarna og ég verð að segja að það vakti með mér ákaflega ánægjulega minningar að koma þarna aftur. Enda er ég ákafur aðdáandi þessarar kennsluaðferðar og Kársnesskóli er einmitt brautryðjandi í þessari aðferð hér á landi. Kennaraliðið var því ákaflega jákvætt og tók vel á móti skipulagshugmyndum mínum sem auðvitað innifólu í sér þeirra stefnu. Talandi um að eggið sé farið að "kenna" hænunni :-)


3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Er hægt að plata kennarann til að vera kannski hálfan dag eða svo með hlaupabólugríslinginn annað hvort á mánudag eða þriðjudag nk. ? (hvolparaugu)

kv.
ADH

19. mars 2005 kl. 18:42  
Anonymous Nafnlaus said...

Ætli það ekki. Þr sem ég ætla að vera dugleg á mánudaginn í vinnunni minni (sem ég á reyndar að vera í fríi í) þá skal ég koma á þriðjudaginn og tuskast með hlaupabólunni litlu.Bjalla í þig.
Kv.
mágkonan

19. mars 2005 kl. 23:36  
Anonymous Nafnlaus said...

Bjargvættur þú mætir þá í Garðabæinn kl. 13 á miðvikudaginn :-) Kærar þakkir. Hlaupabólugríslingurinn er agalega skemmtilegur eins og þú veist.

kv.
ADH

20. mars 2005 kl. 18:35  

Skrifa ummæli

<< Home