Fermingarfár
Það er hætt við að enginn komi til með að lesa þessa færslu , þar sem það er löngu sannað að síða sem er ekki upp færð reglulega hættir að fá heimsóknir. Ég játa það kinnroðalaust að ég hef verið alveg sérlega andlaus, framtakslítil, og of þreytt (maður er enn að jafna sig eftir kokkana) til þess að gefa mér tíma til þess að skrifa eitthvað greindarlegt á öldur netsins.
Svo er ég líka að undirbúa fermingu heimasætunnar. Er ekki mikil veislukona en vil samt að hún fái að upplifa smá prinsessudekur þennan dag. Ótrúlegt hve auðvelt er að eyða verulegum fjármunum í litla fjölskylduveislu....held samt að við séum ekkert svakalega dýr miðað við marga. Mér finnst reyndar að krakkar séu fullung þegar þau eru fermd, ættu að vera orðin sjálfráða og þá myndi tilkostnaður líka vera minni. Er ekki viss um að forvarnargildi fermingarinnar sé mikið og því lítil þörf á því að skella henni þarna á. Hefði reyndar sjálf viljað fermast síðar. Fermingarmyndin mín styður það sjónarmið. Hef sjaldan litið verr út á ævinni og svo var þessi óskapnaður gefinn öllum ættmennum mínum sem stilltu henni, mér til mikils ama upp á áberandi stað einhvers staðar í betri stofum. En allt um það , heimasætan er mun huggulegri heldur en móðir hennar var á þessum tíma gelgjunnar og kemur til með að líta miklu betur út á jólakortunum sem ég mun að sjálfsögðu senda vítt og breytt út um næstu jól.
Annars talandi um trú. Þessi umræða hefur verið svolítið áberandi í vikunni. Þeim sem trúa engu, eða eru fylgjandi öðrum trúarbrögðum en 85% þjóðarinnar, finnst nú brotið á rétti sínum vegna einhverrar klásúlu í lögum þar sem kveðið er á um eina þjóðtrú. Skil ekki þetta hæp. Trúin er persónuleg fyrir hvern og einn og engin nauðsyn að fólk trúi í einhverjum samþjöppuðum hópi. Trúi bara hver fyrir sig- það er best.
Svo er ég líka að undirbúa fermingu heimasætunnar. Er ekki mikil veislukona en vil samt að hún fái að upplifa smá prinsessudekur þennan dag. Ótrúlegt hve auðvelt er að eyða verulegum fjármunum í litla fjölskylduveislu....held samt að við séum ekkert svakalega dýr miðað við marga. Mér finnst reyndar að krakkar séu fullung þegar þau eru fermd, ættu að vera orðin sjálfráða og þá myndi tilkostnaður líka vera minni. Er ekki viss um að forvarnargildi fermingarinnar sé mikið og því lítil þörf á því að skella henni þarna á. Hefði reyndar sjálf viljað fermast síðar. Fermingarmyndin mín styður það sjónarmið. Hef sjaldan litið verr út á ævinni og svo var þessi óskapnaður gefinn öllum ættmennum mínum sem stilltu henni, mér til mikils ama upp á áberandi stað einhvers staðar í betri stofum. En allt um það , heimasætan er mun huggulegri heldur en móðir hennar var á þessum tíma gelgjunnar og kemur til með að líta miklu betur út á jólakortunum sem ég mun að sjálfsögðu senda vítt og breytt út um næstu jól.
Annars talandi um trú. Þessi umræða hefur verið svolítið áberandi í vikunni. Þeim sem trúa engu, eða eru fylgjandi öðrum trúarbrögðum en 85% þjóðarinnar, finnst nú brotið á rétti sínum vegna einhverrar klásúlu í lögum þar sem kveðið er á um eina þjóðtrú. Skil ekki þetta hæp. Trúin er persónuleg fyrir hvern og einn og engin nauðsyn að fólk trúi í einhverjum samþjöppuðum hópi. Trúi bara hver fyrir sig- það er best.
Hverju sem þú trúir
trúðu bara því
því að trúin, hún á heima
kolli þínum í.

1 Comments:
Nei elskan mín, fermingamyndin af þér er svo sæt, en lúkkið hefur breyst á 28 árum, heimasætan í dag verður ekki í dragt sem er saumuð af mömmu sinni,sem var í 2 daga fyrir ferminguna að elda matinn fyrir kaldaborðið.
Ég hlakka til sunnudagsins, og óska okkur öllum til hamingju með yndislega stúlku sem ætlar að játa trú sína fyrir Guði
mamms
Skrifa ummæli
<< Home