Jólin tekin niður
Ákaflega heimilisvæn helgi að baki. Enda hafði ég ákveðið fyrir löngu að láta kvefið sem hefur verið að angra mig þurrkast upp þessa helgi. Fór á föstudagskvöldið til pabba og Ingu í árlegt matarboð sem þau halda fyrir okkur systkinin. Það var að venju ákaflega notalegt og gott.
Á laugardag tók ég jólin niður og þreif hátt og lágt. Fann fallegt hangikjötslæri í ísskápnum sem hafði gleymst um hátíðirnar og sauð það fyrir heimilisfólkið í kvöldmat. Gott að trappa sig svona rólega niður og borða jólamatinn fram yfir nýárið. Sing Star - leikurinn hefur aldeilis slegið í gegn á mínu heimili. Hér sitja bæði háir og lágir með míkrófónana og þenja sig sem mest þeir mega en hafa ekkert í heimasætuna að gera sem skorar alltaf yfir 9000 stig í lagi og telst hið raunverulega Súperstar.
Kötturinn okkar hann Skuggi hefur nú eignast eina 4 vini hér í hverfinu. Þeir eins og aðrir unglingar vilja helst hittast þegar kvölda tekur og sjást þá gjarnan sitja saman í óreglulegum hring á bílaplaninu og sveifla skottum ótt og títt. Um hvað er verið að ræða er erfitt um að spá en ekki vildi okkar köttur inn þó yfir 10 stiga frost væri. Endaði með því að við mæðgur klæddum okkur í hlý útiföt og fórum og náðum í hann klukkan 1:30 um nótt. Þá tvístruðum við kisuvinahópnum sem skaust hver til síns heima (vonandi) og náðum með mikilli lagni að lokka Skuggann okkar inn. Hann hefur verið ákaflega úti-glaður um þessa helgi og sést þá oftar en ekki í fylgd með öðrum kisum. Við sem héldum að hann myndi róast svo við að vera geldur, það er greinilegt að hann væri löngu lagstur í kvennafar ef sú aðgerð hefði ekki verið gerð.
Tók eftir því í dag að ég á ljóð dagsins á http://ljod.is það er einmitt ljóðið hér að framan um skoska leigumorðingjann, og ekki nóg með það, þá virðist ég einnig hafa átt ljóð dagsins þann 22. des. en það fór alveg fram hjá mér í öllum jólaönnunum. Verð að fara að fylgjast betur með.
Á laugardag tók ég jólin niður og þreif hátt og lágt. Fann fallegt hangikjötslæri í ísskápnum sem hafði gleymst um hátíðirnar og sauð það fyrir heimilisfólkið í kvöldmat. Gott að trappa sig svona rólega niður og borða jólamatinn fram yfir nýárið. Sing Star - leikurinn hefur aldeilis slegið í gegn á mínu heimili. Hér sitja bæði háir og lágir með míkrófónana og þenja sig sem mest þeir mega en hafa ekkert í heimasætuna að gera sem skorar alltaf yfir 9000 stig í lagi og telst hið raunverulega Súperstar.
Kötturinn okkar hann Skuggi hefur nú eignast eina 4 vini hér í hverfinu. Þeir eins og aðrir unglingar vilja helst hittast þegar kvölda tekur og sjást þá gjarnan sitja saman í óreglulegum hring á bílaplaninu og sveifla skottum ótt og títt. Um hvað er verið að ræða er erfitt um að spá en ekki vildi okkar köttur inn þó yfir 10 stiga frost væri. Endaði með því að við mæðgur klæddum okkur í hlý útiföt og fórum og náðum í hann klukkan 1:30 um nótt. Þá tvístruðum við kisuvinahópnum sem skaust hver til síns heima (vonandi) og náðum með mikilli lagni að lokka Skuggann okkar inn. Hann hefur verið ákaflega úti-glaður um þessa helgi og sést þá oftar en ekki í fylgd með öðrum kisum. Við sem héldum að hann myndi róast svo við að vera geldur, það er greinilegt að hann væri löngu lagstur í kvennafar ef sú aðgerð hefði ekki verið gerð.
Tók eftir því í dag að ég á ljóð dagsins á http://ljod.is það er einmitt ljóðið hér að framan um skoska leigumorðingjann, og ekki nóg með það, þá virðist ég einnig hafa átt ljóð dagsins þann 22. des. en það fór alveg fram hjá mér í öllum jólaönnunum. Verð að fara að fylgjast betur með.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home