Einelti og almenn leiðindi
Tók smá umræðu um einelti með bekknum mínum í dag. Í skólann höfðu borist bæklingar og plakat með yfirskriftinni "Stöðvum einelti". Byrjaði á því að spyrja 9 ára börnin hvort þau vissu hvað einelti væri? Jú, jú....þau þóttust nú vita það. Eftir nánari eftirgrennslan kom nú í ljós að hugmyndir þeirra um þetta voru svolítið handahófskenndar og sannast sagna fremur litlar. Seinna spurði ég hvort einhver í bekknum hefði lagt einhvern í einelti? Við það vildi enginn kannast en þegar ég spurði hvort einhver hefði verið lagður í einelti voru einir 7 nemendur sem réttu upp hönd. Þegar farið var ofan í þær frásögur kom í ljós að þau voru oft að lýsa einstökum atvikum sem þau höfðu upplifað. S.s.- bestu vinir höfðu hætt að vera bestu vinir og sökuðu hvorn annan um að hafa sýnt hinum einelti, strákur sem hafði tekið af einni stelpu húfu í frímínútum og kastað í hana snjóbolta, einhver hafði sagt eitthvað ljótt við einhvern í matartímanum, ein stelpa vildi ekki leyfa annari stelpu að koma inn til sín osfrv. Aðspurð upplýstu þau að þetta hefði kannski ekki gerst svo oft, en þetta væri samt einelti, það vissu þau fyrir víst. Svo var mikið rætt um einn ákveðinn dreng sem öll börnin virtust hafa lent í einhverjum neikvæðum samskiptum við. Sum börnin litu á þessi samskipti sem einelti af hálfu þessa drengs en önnur á hegðun hans sem almenn leiðindi eða að hann kynni ekki að vera með öðrum.
Eftir tímann velti ég þessum málum dálítið fyrir mér. Í fyrsta lagi finnst mér þessi aukna umræða í samfélaginu um einelti - sem er að sjálfsögðu þörf, hafa jafnvel búið til stærri hóp "fórnarlamba". Þá á ég við að fleiri upplifa sig sem fórnarlömb eineltis heldur en áður var, sennilega vegna þess að þeir eru upplýstari um verknaðinn. Aftur á móti hefur gerendum ekkert fjölgað svo undalega sem það kann að hljóma.
Í öðru lagi er einelti oft "illa" skilgreint. Þar á ég við að flesta neikvæða hegðun í samskiptum má með miklum vilja, nefnilega túlka sem einelti á einn eða annan hátt. En það sem skilur á milli eineltis og almennra leiðinda og vanþroska í samskiptum er að viðkomandi gerandi/gerendur leggjast allir á einhvern einn á síendurtekinn máta. Raunverulegt einelti er svívirðilegur glæpur en almenn leiðindi er eitthvað sem fólk verður að læra að takast á við sín á milli.
Það stakk mig nefnilega svolítið um daginn þegar einhver sagði "það er bara allt orðið einelti". Hmm..? Ef allt er orðið einelti höfum við þá ekki misst sjónar á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir það og takast á við afleiðingar þess? Því það er orðið samgróið manneskjunni og samfélaginu í stað þess að vera sá smánarblettur sem það í raun er.
Mér finnst nefnilega að við verðum að fara afskaplega varlega með þetta orð og nota það þar sem við á en ekki hvert sinn sem einhver misklíð verður á milli fólks. Allt lífið byggist á samskiptum við aðra. Það er sko engin trygging fyrir því að allir komi alltaf fram við mann á þann hátt sem maður sjálfur kýs. Það er nokkuð sem maður getur ekki stjórnað með góðu móti en maður getur valið hvernig maður kemur sjálfur fram við aðra og þannig lagt sitt af mörkum til þess að gera lífið skemmtilegra og hamingjuríkara, bæði fyrir sjálfa sig og aðra. Segi bara eins og Kennedy forðum daga "Spurðu ekki hvað aðrir geta gert fyrir þig. Spurðu hvað þú getur gert fyrir aðra". (Hann talaði reyndar um þjóðfélagið en þjóðfélagið eru jú þeir sem í því búa). Einnig er gott að hafa í huga orð auðjöfursins Bill Gates þegar hann sagði: "Verið góð við "nördana" sem eru með ykkur í skóla. Það eru allar líkur á því að þeir verði yfirmenn ykkar í framtíðinni". Eða eins og systir mín skáldkonan sagði eitt sinn: Fólk fer í panik og tapar sér ef einhver er ekki hamingjusamur. Það er ekki búið að lofa okkur að þegar við fæðumst sé eitthvert garantí fyrir því að þetta líf verði eilíf sæla.
Eftir tímann velti ég þessum málum dálítið fyrir mér. Í fyrsta lagi finnst mér þessi aukna umræða í samfélaginu um einelti - sem er að sjálfsögðu þörf, hafa jafnvel búið til stærri hóp "fórnarlamba". Þá á ég við að fleiri upplifa sig sem fórnarlömb eineltis heldur en áður var, sennilega vegna þess að þeir eru upplýstari um verknaðinn. Aftur á móti hefur gerendum ekkert fjölgað svo undalega sem það kann að hljóma.
Í öðru lagi er einelti oft "illa" skilgreint. Þar á ég við að flesta neikvæða hegðun í samskiptum má með miklum vilja, nefnilega túlka sem einelti á einn eða annan hátt. En það sem skilur á milli eineltis og almennra leiðinda og vanþroska í samskiptum er að viðkomandi gerandi/gerendur leggjast allir á einhvern einn á síendurtekinn máta. Raunverulegt einelti er svívirðilegur glæpur en almenn leiðindi er eitthvað sem fólk verður að læra að takast á við sín á milli.
Það stakk mig nefnilega svolítið um daginn þegar einhver sagði "það er bara allt orðið einelti". Hmm..? Ef allt er orðið einelti höfum við þá ekki misst sjónar á því hvernig hægt er að koma í veg fyrir það og takast á við afleiðingar þess? Því það er orðið samgróið manneskjunni og samfélaginu í stað þess að vera sá smánarblettur sem það í raun er.
Mér finnst nefnilega að við verðum að fara afskaplega varlega með þetta orð og nota það þar sem við á en ekki hvert sinn sem einhver misklíð verður á milli fólks. Allt lífið byggist á samskiptum við aðra. Það er sko engin trygging fyrir því að allir komi alltaf fram við mann á þann hátt sem maður sjálfur kýs. Það er nokkuð sem maður getur ekki stjórnað með góðu móti en maður getur valið hvernig maður kemur sjálfur fram við aðra og þannig lagt sitt af mörkum til þess að gera lífið skemmtilegra og hamingjuríkara, bæði fyrir sjálfa sig og aðra. Segi bara eins og Kennedy forðum daga "Spurðu ekki hvað aðrir geta gert fyrir þig. Spurðu hvað þú getur gert fyrir aðra". (Hann talaði reyndar um þjóðfélagið en þjóðfélagið eru jú þeir sem í því búa). Einnig er gott að hafa í huga orð auðjöfursins Bill Gates þegar hann sagði: "Verið góð við "nördana" sem eru með ykkur í skóla. Það eru allar líkur á því að þeir verði yfirmenn ykkar í framtíðinni". Eða eins og systir mín skáldkonan sagði eitt sinn: Fólk fer í panik og tapar sér ef einhver er ekki hamingjusamur. Það er ekki búið að lofa okkur að þegar við fæðumst sé eitthvert garantí fyrir því að þetta líf verði eilíf sæla.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home