þriðjudagur, janúar 04, 2005

Minn íþróttamaður ársins

Skrifaði langa kveflega grein hér í gær sem veraldarvefurinn ákvað að hleypa ekki í gegn. Var aðallega að agnúast út í kjör íþróttamanns ársins. Fannst freklega gengið framhjá sundkonunni snjöllu Kristínu Rós Hákobnardóttur sem hefur um árabil staðið fremst meðal jafningja í sinni íþrótt og vann m.a. til gullverðlauna á Ol í Aþenu í sumar. Þessi árangur hennar dugði í 4. sætið að þessu sinni. Það mætti því ætla að aðrir íslenskir íþróttamenn hefðu unnið betri afrek á árinu en þetta fyrst hún varð ekki ofar, en svo var ekki, nema ef 7.sæti á bogahesti, 5. sæti í stangarstökki og byrjunarliðssæti í ensku úrvalsdeildarliði teljist betri árangur. Ég get ekki samþykkt þann málflutning; að það sé eðlilegt í alla staði því að ófatlaðir íþróttamenn skori alltaf hærra en fatlaðir. Því þá að bera þá saman, ef það er alveg sama hversu góð afrek sá fatlaði vinnur þá á hann engan séns? Ég spyr því í einfeldni minni: Hvers konar afrek þarf Kristín Rós að vinna til að verða valin íþróttamaður íslands? Hún hefur sett fjölmörg heimsmet, orðið heimsmeistari og margfaldur Ólympíumeistari. (Þessu getur enginn íslenskur íþróttamaður státað af) Hún var valinn íþróttakona fatlaðra á heimsvísu í ár en við, þjóðin hennar, getum ekki sýnt henni þann sóma sem henni ber. Hef heyrt það í viðtölum mínum við fólk undanfarna daga að það eru margir sem eru sama sinnis og ég. Hvaða viðmið íþróttafréttamenn setja í þessu vali eru greinilega í besta falli ákaflega tilviljunarkennd. Jú, jú, Eiður Smári er hæfileikaríkur íþróttamaður og góðra gjalda verður sem slíkur en að mínu viti átti Kristín Rós skilið titilinn í ár og íþróttafréttamenn ættu að skammast sín fyrir að hafa hana ekki meðal tveggja efstu fyrst þeir gátu ekki hugsað sér að velja hana í fyrsta sæti. Þessi geðprúða og hugrakka sundkona er minn íþróttamaður ársins 2004.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég ætlaði að fara að vísa í pistil sem ég hélt að Skeleggur vinur minn hefði skrifað á bloggið sitt.. ég heyrði nefnilega til hans, þegar hann náði ekki upp í nefið á sér fyrir bræði eftir verðlaunaafhendinguna... Það var nefnilega enginn annar líklegur til að vinna titilinn.. og það átti hann enginn skilið.. ekki nokkur lifandi maður, annar en Kristín Rós Hákonardóttir!
Þannig er það bara í augum okkar allra sem horfum á fréttir allt árið um kring...

4. janúar 2005 kl. 21:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Hér þarf að skipta um kommentakerfi.. það tekur tímana tvo.. eða þrjá.. að ná í gegn... Hefurðu spáð í Upsaid?

með bestu (áróðursfrírri) kveðju,

Hugskot

4. janúar 2005 kl. 21:33  
Blogger Silfá said...

Kann í rauninni ógurlega lítið á þetta allt saman. Fannst ég bara nokkuð flink að koma þessu í gang.:-) Þarf greinilega að fá einhvern bloggfróðann til þess að hjálpa mér með svona tæknileg atriði.

4. janúar 2005 kl. 23:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Fint hjá þér að ræða þetta óréttlæti, ég kaus hana í kosningu á vefnum, og þetta er ekkert annað en klíkuskapur, en eru þetta ekki íþróttafréttamenn sem velja íþróttamann ársins, þú ættir aðkomast að því og senda þeim nokkur vel valin orð, eða skrifa grein í blöðin.
Mamms

5. janúar 2005 kl. 10:23  

Skrifa ummæli

<< Home