Uppgjör
Nú er árið næstum á enda og til siðs að líta yfir farinn veg og rifja upp það sem hæst stóð upp úr hjá mér og mínum á þessu herrans ári 2004.
2) Urður litla frænka mín fæddist þann 11. febrúar.
3) Við fengum okkur yndilegan kött sem heitir Skuggi og hefur verið hinn mesti gleðigjafi.
4) Kallinn minn (þessi fjörtíuogþriggja) varð bæði íslands og deildarmeistari í brids þetta árið.
5) Ég og samstarfskona mín fengum hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir verkefnið okkar um einstaklingsmiðað nám og þróunarstyrk að auki.
Hér er semsagt minn
-Topp 5 listi-
1) Ólympíuleikarnir - við heimasætan brugðum okkur nefnilega á leikana að þessu sinni. Hún hafði unnið teiknisamkeppni hér heima á vegum Visa og Ólympíusambandsins og verðlaunin voru þau að dvelja í eina viku í Aþenu og fylgjast með leikunum. Þessi ferð var og er ógleymanleg.
2) Urður litla frænka mín fæddist þann 11. febrúar.
3) Við fengum okkur yndilegan kött sem heitir Skuggi og hefur verið hinn mesti gleðigjafi.
4) Kallinn minn (þessi fjörtíuogþriggja) varð bæði íslands og deildarmeistari í brids þetta árið.
5) Ég og samstarfskona mín fengum hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar fyrir verkefnið okkar um einstaklingsmiðað nám og þróunarstyrk að auki.
Auðvitað gæti ég talið upp fleiri ánægjulega atburði en læt þetta nægja í bili. Allt í allt hefur árið verið mér og mínum gott og gjöfult. En það hafa líka verið nokkrir neikvæðir punktar í tilverunni. Hér koma þeir.
-Botn 5 listi-
1) Flóðið mikla sem skall á þann 26. 12 og varð yfir 100.000 manns að bana hlýtur að teljast hrikalegasti atburður ársins þó hann hafi ekki snert mig og mína persónulega þá hefur svona atburður óhjákvæmilega áhrif á alla.
2) Verkfallið. Þarf ekki að hafa um það mörg orð, þeir sem hafa áhuga geta lesið um þennan viðburð hér í dagbókinni.
3) Gengi íslenska handboltalandsliðsins á OL. Við erum mikið handboltaáhugafólk og tökum þessa hluti afar nærri okkur.
4) Ódugnaður í líkamsrækt. Hef alls ekki sinnt heilsunni á þessu ári. Verð að bæta úr þessu á því næsta og grafa upp sundbolinn og fara að synda á ný.
5) Olíuverðssamráðið ógurlega. Við eins og allir aðrir Íslendingar höfum þurft að borga meira fyrir bensínið en við hefðum átt að gera.

2 Comments:
Þakka þér heimsóknir á vefinn minn... takk samt sérstaklega fyrir kveðjuna frá í gær. Hún gladdi mig!
Ég má líka til með að láta þig vita að ég veit alveg af þér í gegnum ljóðin þín.. mörg þeirra sem koma á Ljóð.is hafa gripið augu mín og athygli. Stjörnuskrjáfið þitt fannst mér t.d. alveg dásamlegt. Ég tek mér bessaleyfi í dag og birti í dagbókinni minni ljóðið þitt úr "ljóðabókinni okkar".
Hafðu það gott um áramótin, hlakka til að fylgjast með skrifum þínum á nýju ári!
kveðja,
Hugskot
Takk fyrir heimsóknina ..og gleðilegt ár :-)
Skrifa ummæli
<< Home