Verðandi veislustjóri
Þá er aftur byrjað að snjóa og útlit fyrir hvít jól eins og veðurfræðingar spá fyrir um. Sit hér og velti því fyrir mér hvað ég eigi eftir að gera fyrir þorláksmessu. Verð helst að vera búin að því helsta þá, því að ég verð í fimmtugsafmæli á því kvöldi. Var meira að segja beðin um að vera veislustjóri í kvæminu. Nei, það er eiginlega ekki rétt að segja að ég hafi verið beðin um það. Öllu heldur var mér sagt að ég hefði verið valin til þess. Hef að vísu aldrei komið nálægt slíkri stjórn, en eins og einhver sagði: "Einhvern tímann verður allt fyrst". Verð bara að passa mig á að reyna ekki að vera fyndin, því ég hef komist að því að afar fáir hafa smekk fyrir því sem mér finnst skoplegt. Viðbrögð fjölskyldumeðlima minna í gegnum tíðina hafa sannfært mig um það. Samt fara þau alltaf að hlæja, eftir að þau eru búina að baula einum munni "Ööönnudjóóók" ..skrýtið? Altjént verður þetta án efa áhugaverð reynsla.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home