Í skóinn
Það er með naumindum að maður kemst til að blogga eitthvað. Hef setið yfir eldri unglingnum um helgina og lesið með honum sögu. Námsefnið litlar 300 og eitthvað síður og spannar yfir ca 40.000 ára tímabil. Saga var aldrei mín sterkasta hlið svo að þetta var verulega fín "upprifjun" fyrir mig. Vonandi nær minn maður þessu prófi.....svo við þurfum ekki að eyða meiri tíma í þetta torf. Stekkjastaur kom sl. nótt og nú er von á Giljagaur. Var að ræða við þann 7 ára áðan um verðmæti skógjafa. Hann hafði nefnilega sett fram mjög dýran óskalista og fannst að jólasveininum myndi nú ekki muna um að smella einum 2000 króna Yu-gi-oh pakka í skóræfilinn fyrir sig - af því að hann væri svoooo góður. Þegar ég sagði við hann að jólasveinarnir hefðu nú kannski ekki efni á svona löguðu, þá kom minn af fjöllum - þurftu jólsveinarnir virkilega að kaupa gjafirnar? Hvar fengu þeir eiginlega pening? Var Grýla ekki alveg örugglega dauð? Þetta urðu nokkuð langar og heimspekilegar umræður og ég er ekki viss um að ég hafi alltaf svarað "rétt"...en að minnska kosti ætlar hann ekki að gera svona miklar kröfur til skógjafa jólasveinanna í framtíðinni. Set eitt gamalt og "gott" ljóð hér með. Var ort í fyrra og var fyrsta ljóðið mitt sem var valið ljóð dagsins á ljod.is Brot horfði á mig
|

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home